Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2014 09:01

Ver doktorsritgerð sína um áhrif sköpulags og arfgerðar í hrossum

Fimmtudaginn 20. nóvember ver Þorvaldur Kristjánsson doktorsritgerð sína við auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Heiti ritgerðarinnar er: „Riding Ability in Icelandic Horses – Effect of Conformation and the „Gait Keeper“ Mutation in the DMRT3 Gene.“ Vörnin fer fram á Ársal á Hvanneyri og hefst kl 13.00. Í tenglsum við doktorosvörnina verður haldið málþing í Landbúnaðarhásskóla Íslands að Keldnaholti föstudaginn 21. nóvember og hefst hún kl. 9.00. Málstofan ber heitið New tools for horse breeders – where do they lead us? Fyrirlesarar eru allir vel þekktir í heimi kynbóta- og erfðafræða og munu þau segja frá rannsóknum sem eru í gangi í dag og þau þekkja til, sem geta nýst hrossaræktendum til framtíðar.

Um verkefnið

Rannsókn Þorvaldar Kristjánssonar fjallar um áhrif sköpulags og arfgerðar í DMRT3 erfðavísinum á ganghæfni íslenskra hrossa.  Samband skrokkmála og einkunna fyrir allar gangtegundir er metið, en gagnasafnið samanstóð af hrossum sem dæmd voru á Íslandi á árunum 2000 - 2013 á kynbótasýningum. Samband hefðbundinna skrokkmála, sem mæld er reglubundið á kynbótasýningum, við ganghæfni er jafnframt metið og einnig nákvæmari mælingar á líkamsbyggingu hrossa sem fengin voru fram með þrívíðri myndbandsgreiningu.

Árið 2012 birtist grein í Nature um stórvirkan erfðavísi, DMRT3, sem hefði mikil áhrif á hreyfingar hrossa. Stökkbreytta samsætan í þessum erfðavísi (A) væri í hárri tíðni í ganghestakynjum og forsenda gangtegunda á borð við tölt og skeið,jafnfram að eingöngu hross sem væru arfhrein fyrir stökkbreyttu samsætunni gætu skeiðað.

Vegna tengsla við skeiðgetu hefur stökkbreytta útgáfan af DMRT3 erfðavísinum verið kölluð skeiðgenið í daglegu tali. Þorvaldur segir að í ljósi þessara upplýsinga hafi áhugi kviknað á að kanna nánar áhrif þessa erfðavísis á gangtegundir íslenska hestsin. Það er gert í samstarfi við sænska aðila og Matís á Íslandi.

 

Rækta fallegan og endingargóðan hest

Aðspurður hvers vegna hann hafi valið þetta efni segir Þorvaldur að þetta sé náttúrulega afar áhugavert efni fyrir jafn mikinn áhugamann um hrossarækt og hann er. Þess má geta að Sigríður Björnsdóttir, aðalleiðbeinandi Þorvaldar, og Þorvaldur Árnason sem var einnig leiðbeinandi í þessu verkefni ásamt Ágústi Sigurðssyni, fyrrverandi rektor LbhÍ, sáu kynningu fyrir nokkrum árum á ráðstefnu erlendis á aðferð til að meta byggingu hrossa á afar nákvæman hátt. Það var hvatinn að þessu verkefni og þessari aðferð, sem mælir byggingu hestsins með þrívíðri myndbandsgreiningu, sem beitt var í þessari rannsókn.

Þorvaldur segir að ræktunarmarkmið íslenska hestsins gangi í fáum orðum út á það að rækta fallegan, endingargóðan og heibrigðan reiðhest. Byggingin á að stuðla að t.d. eðlisgóðri ganghæfni og eru metnir í kynbótadómum átta eiginleikar byggingar. Mat á byggingunni byggir aðallega á reynsluvísindum og fannst Þorvaldi því afar áhugavert að styðja matið vísindalegum niðurstöðum til framtíðar.

 

Um helst niðurstöður rannsóknarinnar segir Þorvaldur að svipfars- og erfðafylgni á milli hefðbundinna skrokkmála og einkunna fyrir hæfileika hafi verið metin en einnig var kannað hvort unnt væri að greina á milli úrvalshrossa og lakari hrossa á grundvelli nákvæmari líkamsmála  sem fengin voru með þrívíddarmælingum og var þá litið til hverrar gangtegundar fyrir sig. Hin hefðbundnu skrokkmál höfðu flest marktækt boglínulagað samband við einkunnir fyrir hæfileika.

 

Líkamsmál sem fengin voru með þrívíddarmælingum gátu greint á milli úrvalshrossa og lakari hrossa af miklu öryggi þegar fjölþátta tölfræðigreiningu var beitt. Þau gátu einnig greint á milli arfhreinna AA hrossa sem voru sýnd sem fjórgangshross annars vegar og fimmgangshrossa með úrvals skeiðgetu hins vegar. Hlutföll í yfirlínu hestsins sem lýsa hæð hans að framan miðað við að aftan höfðu áhrif á allar gangtegundir og bentu til þess að háar herðar, bein baklína og hátt settur háls hafi jákvæð áhrif á ganghæfni. Arfgengi hlutfalla í yfirlínunni sem tengjast háum herðum og erfðafylgni þeirra við aðaleinkunn hæfileika styðja þá niðurstöðu.

 

Þessari niðurstöður munu nýtast sumar við að bæta hið huglæga mat á byggingunni en staðfesta einnig annað sem gert er rétt. Einnig vekji þær að sjálfsögðu fleiri spurningar og munu nýtast við að halda áfram að rannsaka þessi tengsl sem vissulega eru til staðar á milli byggingar og ganghæfni og hreyfinga, segir Þorvaldur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is