Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2014 09:53

Snæfellingar ekki langt frá því að leggja Íslandsmeistarana

Snæfell og KR áttust við í Hólminum í Dominsdeildinni síðastliðið föstudagskvöld. Leikurinn var hörkuspennandi en endaði með sigri Íslandsmeistara KR; 99:91. Vesturbæingarnir fengu þann heiður að spila í rauðum treyjum Snæfells þar sem þeirra svart/hvítu röndóttu urðu eftir í Vesturbænum. Leikurinn byrjaði af miklum krafti beggja liða. Snæfellingar höfðu heldur frumkvæðið í fyrri hluta leiksins. Þeir voru með tveggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 26:24 og í hálfleik var jafnt, 48:48. KR ingar byrjuðu betur í seinni hálfleiknum, skoruðu fimm fyrstu stigin en Snæfell jafnaði að bragði. Áfram var leikurinn jafn og Snæfell tveimur stigum yfir 75:73 fyrir lokafjórðunginn. Chris Woods var aftur að leika vel fyrir Snæfell og jafnaði hann 84:84 eftir að Snæfell hafði lent undir 77:82. Eftir leikhlé hjá KR komust Vesturbæingarnir í þægilega stöðu 84:92. Snæfellingar reyndu hvað þeir gátu að koma til baka en allt kom fyrir ekki. KR nýttu sér forskotið og höfðu á endanum 99:91 sigur.

 

 

Hjá Snæfelli var Chris Woods atkvæðamestur með 26 stig og 16 fráköst, Sigurður Þorvaldsson skoraði 24 stig, Austin M. Bracey skoraði 19 stig og tók 7 fráköst, Stefán Karel Torfason skoraði 15 og tók 6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5 stig og 6 fráköst og Sveinn Arnar Davíðsson 2 stig. Hjá KR var Michael Craion atakvæðamestur með 25 stig.

 

Snæfell er nú í 5. sæti deildarinnar með sex stig í hópi liða með jafnmörg stig í 5.-8. sæti þar á meðal Njarðvíkinga sem Snæfellingar sækja heim nk. fimmtudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is