Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2014 10:45

Ágúst Júlíusson tvöfaldur Íslandsmeistari í sundi

Um síðust helgi fór Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug fram í Hafnarfirði. Sundfélag Akraness sendi vaska níu manna sveit á mótið en ströng tímalágmörk eru fyrir þátttakendur. Sundfólkið stóð sig með mikilli prýði og synti 18 sinnum til úrslita og vann til þriggja verðlauna. Þar ber fyrst að nefna tvo Íslandsmeistaratitla Ágústs Júlíussonar í 50 metra flugsundi og 100 metra flugsundi. 50 metra flugsyndið var sérstaklega vel útfært og syndi hann á nýju Akranesmeti og var innan við hálfri sekúndu frá lágmarki á Heimsmeistaramótið í Doha í Qatar sem fram fer í desember. Ágúst bætti að auki fjögurra ára gamalt Akranesmet í 50 metra skriðsundi en árangur hans er sérstaklega athyglisverður þar sem hann er nýkominn af stað aftur eftir viðbeinsbrot í sumar.

 

 

Atli Vikar Ingimundarson vann til bronsverðlauna í 200 metra baksundi en hann var einnig í boðsundssveit SA sem bætti Akranesmetið í 4x100 metra fjórsundi ásamt Ágústi, Patreki Björgvinssyni og Sævari Berg Sigurðssyni.

Þá settu Skagamenn tvö Akranesmet í blönduðum boðsundum sem hafa verið að ryðja sér til rúms og setja skemmtilegan svið á sundmótin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is