Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2014 11:55

Inga Elín í góðum gír á Íslandsmótinu í 25 metra laug

Skagakonan Inga Elín Cryer, sem nú æfir með og keppir fyrir Ægi, tók þátt á Íslandsmótinu í 25 m laug um liðna helgi. Hún tók þátt í fimm greinum; synti 100, 400 og 800m skriðsund, 200 metra flugsund og 50 m flugsund. Inga Elín varð Íslandsmeistari í 400 m skriðsundi og þar setti hún nýtt glæsilegt Íslandsmet á tímanum 4.13.23 og bætti þar með eigið met um 1,01 sekúndu, en gamla metið var 4.14.24. Hún var innan við einni sekúndu frá A-lágmarkinu inn á HM í Doha í byrjun desember. Hún varð svo Íslandsmeistari í 200 m flugsundi, synti á tímanum 2.17.36. Þar synti hún á innan við einni sekúndu frá eigin meti. Á laugardeginum synti Inga Elín 800 m skriðsund og varð einnig Íslandsmeistari. Þar var hún innan við þremur sekúndum frá eigin meti. Á sunnudeginum synti hún 100 m skriðsund og kom öllum á óvart og varð Íslandsmeistari þar einnig. Synti á glæsilegum tíma 56,87 og þar með var þriðja HM lágmark hennar staðreynd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is