Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2014 04:00

Undir bláhimni brennisteinsmóðu

Vestlendingar hafa ekki farið varhluta af loftmengun frá eldgosinu í Holuhrauni sem staðið hefur yfir síðan í ágúst. Mengun af brennisteinsgasi hefur ítrekað farið yfir hættumörk í landshlutanum. Engir sítengdir gasmælar eru þó staðsettir á Vesturlandi, utan mæla á og við stóriðjusvæðið á Grundartanga. Handvirkir mælar munu þó finnast í fórum lögreglunnar í Borgarnesi og Stykkishólmi.

 

Ný stjórn Heilbrigðisnefndar Vesturlands hafði þessi mál til umfjöllunar á fyrsta fundi sínum nú í nóvember. Hún hefur nú óskað eftir því við Umhverfisstofnun að nú þegar verði bætt úr þessu ástandi og mælum fjölgað á Vesturlandi. Þar er átt við að bragarbót verði gerð í fjölda síritandi og nettengdra mengunarmæla. Óljóst er hvert svarið verður við þessum áheitum.

 

Myndin sem hér fylgir með var tekin í síðustu viku til Akrafjalls úr Skarfavör á Akranesi. Hún sýnir hvernig fjallið var þá í mistri gasmóðunnar í logninu þar sem aldan lék við fjöruborð Skipaskaga. Ljósmyndin rifjar upp vísukorn eftir Gísla Ásgeirsson sem birtist nýverið í Vísnahorni Dagbjartar Dagbjartssonar í Skessuhorni.

 

Undir bláhimni brennisteinsmóðu

barst í lungu mín díoxínryk

þar sem mófuglar másandi stóðu

maður hleypur víst ekki í spik.

Hóstandi kom ég í hlaðið

þar sem heimiliskettinum brá

heilmikið hresstist við baðið

nú er húðin svo fallega grá.

 

Fáum sögum fer af því að gosið sé á enda. Vissara er því fyrir íbúa Vesturlands að fylgjast vel með fréttum og spám um gasmengun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is