Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2014 09:27

Grunnskólinn í Borgarnesi þátttakandi í alþjóðlegu vatnsverkefni

Grunnskólinn í Borgarnesi (GB) er einn af fyrstu skólum landsins til að hljóta styrk til þátttöku í Erasmus+ verkefni. Fyrsti fundur verkefnisins var haldinn í Borgarnesi dagana 10. – 14. nóvember.  Verkefnið heitir „Water around us“ og fjallar eins og nafnið gefur til kynna um vatn í víðum skilningi. Samstarfslöndin eru Finnland, Lettland, Þýskaland, Spánn og Portúgal. Umsjónarmaður verkefnisins fyrir hönd GB er Helga Stefanía Magnúsdóttir.

„Ísland hefur sérstöðu hvað varðar vatn og fengu gestirnir að upplifa vatn í mismunandi myndum. Auk vatnsins í krananum sem þeim fannst mjög gott var farið í Vatnasafnið í Stykkishólmi, heimsókn í Ölkeldu í Staðarsveit, Krosslaug í Lundarreykjadal og Deildartunguhver í Reykholtsdal.  Þá voru Gullfoss og Hraunfossar skoðaðir, Geysir og farið upp á Langjökul. Auk þess var gengið á Grábrók, Hildibrandur í Bjarnarhöfn heimsóttur, Stefánshellir í Hallmundarhrauni skoðaður og auðvitað þjóðgarðurinn á Þingvöllum,“ segir Helga Stefanía. Hún segir að verkefnið sé til þriggja ára og standi til að fara með hluta af nemendum grunnskólans, þrjá í senn, til allra þátttökulandanna.  Helga segir að gestirnir hér á landi hafi verið mjög hrifnir af fjölbreyttri náttúru landsins og nutu dvalarinnar í hvívetna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is