Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2014 12:47

Senda sveitarstjórnum áskorun um að semja við tónlistarkennara

Nokkrir af nemendur við Tónlistarskóla Borgarfjarðar hafa sent sveitarstjórnum opið bréf. Þar er lýst þungum áhyggjum vegna áhrifa verkfalls tónlistarkennara. “Virðulegu sveitarstjórnir! Tónlistarnám er mikilvægur þáttur í samfélaginu. Nemendur sem stunda tónlistarnám verða oft skipulagðir í námi og margar rannsóknir hafa verið gerðar, og sýna þær fram á að nemendum í tónlistarnámi gengur almennt betur í stærðfræði,” segir í upphafi bréfsins. 

Þá segir að nú þegar tónlistarkennarar eru í verkfalli missi nemendurnir úr námi sínu. “Í tónlistarnámi er mikilvægt að vera í stöðugri æfingu með tilsögn kennara. Nauðsynlegt er að hafa aga í náminu og þegar það er enginn tónlistarkennari getur verið erfitt að einbeita sér. Í tónlistarnámi eru stigspróf. Þegar nemendur missa mikið úr námi getur verið erfitt að halda sér í stöðugri þjálfun án þess að fá mikilvæga tilsögn kennara fyrir próf. Tónlistarnám á það til að gleymast því það er ekki skylda eins og grunnskólanám. Mikilvægt er að semja við tónlistarkennara eins og alla aðra kennara þar sem tónlistarnám er ekki síður mikilvægt en almennt skólanám. Okkur finnst að það þurfi að ljúka deilum um laun tónlistarkennaranna sem allra fyrst.”

 Undir bréfið rita þær Erna Elvarsdóttir Brekku, Þorgerður Sól Ívarsdóttir Bifröst, Katrín Pétursdóttir Helgavatni, Ingibjörg Brynjólfsdóttir Hlöðutúni og Eyrún Margrét Eiðsdóttir Glitstöðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is