Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2014 06:00

Framleiðsluverðmæti Silicor verður sambærilegt loðnu- og síldveiðum

Framleiðsluverðmæti væntanlegrar verksmiðju Silicor Material á Grundartanga eru líklega meira en margir gera sér grein fyrir. Í Skessuhorni í dag er rætt við Davíð Stefánsson verkefnisstjóra fyrirtækisins hér á landi. Málefni Silicor hafa verið talsvert til umfjöllunar í Skessuhorni og öðrum fjölmiðlum að undanförnu, en verksmiðjan mun framleiða tilbúið hráefni til framleiðslu á sólarkísilrafhlöðum.

 

Davíð verkefnisstjóri segir að seldar afurðir verksmiðjunnar verði sambærilegar að værðmæti og loðnu- og síldveiðar við Íslandsstrendur. „Verkefnið mun styrkja fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Við þurfum að styrka stoðir íslensks atvinnulífs og Silicor mun þar leggja drjúgt að mörkum,“ segir Davíð. Hann segist bjartsýnn á að lokamarkið sé innan seilingar, það er að ljúka fjármögnun verkefnisins. Það muni vonandi gerast í desembermánuði.

 

Næstu daga eru horfur á að stórum áföngum verði náð, varðandi skipulags- og orkumál. Hann segir jafnframt að huga þurfi að mörgum öðrum þáttum og allir ferlar þurfi að vera í lagi og í réttri röð. „Þetta eru tugir ef ekki hundruð samningar sem að endingu þarf að ná. Ég er að vona að lánasamningum miði einnig áfram og allt komi þetta heim og saman á svipuðum tíma, sem og heimild frá Seðlabanka Íslands vegna undanþága frá gjaldeyrishöftum,“ segir Davíð.

 

Áætlanir gera ráð fyrir að bein störf hjá Silicor verði 450, en ljóst að afleidd störf og starfsemi verður mun meiri að umfangi. Davíð segir að flutningastarfsemi verði mikil í kringum Silicor. „Við vitum af nokkrum fyrirtækjum í startholunum sem bíða eftir að Silicor bindi alla enda,“ segir Davíð. Skessuhorn hefur einmitt frétt af því að fyrirtæki hafi sýnt byggingu vöruhótels á Grundartanga áhuga í tengslum við áform Silicor Material. Þar er verið að tala um kostnaðarsamar framkvæmdir til viðbótar. Þá segir Davíð að fyrirtæki sem vinna að fullframleiðslu á sólarkísil og vinnslu úr aukaafurðum fylgist einnig með þróun mála og sýni verkefninu áhuga. Aukaafurðir þessa framleiðsluferils eru nýttar í iðnað sem notar álblendi og fyrir vatnshreinsun.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is