Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2014 05:44

Viðburðir framundan í Safnahúsi Borgfirðinga fimmtudagskvöld og laugardag

Dagana 20. og 22. nóvember verða viðburðir í Safnahúsinu í Borgarnesi. Annars vegar sagnakvöld fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20.00 þar sem fimm höfundar lesa úr verkum sínum. Boðið verður upp á veitingar að kynningunum loknum.  Aðgangseyrir er enginn en safnbaukur hússins tekur við frjálsum framlögum. Höfundarnir sem lesa verða, dr. Guðmundur Eggertsson prófessor sem fjallar um bók sína Ráðgátu lífsins. Kristín Steinsdóttir kynnir bók sína Vonarlandið. Lesið verður upp úr skáldverkinu Konan með slöngupennann eftir Þuríði Guðmundsdóttur. Ævar Þór Benediktsson kynnir bók sína Þín eigin þjóðsaga. Loks les Guðni Líndal Benediktsson, bróðir Ævars, úr bók sinni Ótrúleg ævintýri afa - Leitin að Blóðey.

Hins vegar verður opnað málverkasýning Birnu Þorsteinsdóttir laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Sýning hennar nefnist Sýn. Birna starfar sem tónlistarkennari en málar í frístundum. Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á og sinnt ýmsum listformum og lærði við Myndlistarskóla Reykjavíkur um tíma. Hún var meðal stofnenda Myndlistarfélags Borgarfjarðar á sínum tíma og hélt í framhaldi af því nokkrar samsýningar á Vesturlandi, en þetta er hennar fyrsta einkasýning.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is