Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2014 10:18

Grundfirðingar draga sig úr þriðju deildinni í knattspyrnu

Forsvarsmenn knattspyrnumála í Grundarfirði tilkynntu KSÍ í gærmorgun að Ungmennafélag Grundarfjarðar ætlaði ekki að senda lið til keppni í þriðju deild næsta sumar og myndu því draga sig út úr keppninni. Tómas Freyr Kristjánsson talsmaður fótboltaliðsins í Grundarfirði og helsti leiðtogi liðsins segir það fúlt að þurfa að taka þessa ákvörðun. Hann segir að vinnan við að halda úti liði hafi lent á alltof fáum. Erfitt hafi verið að manna lið. Í ekki stærri bæ séu iðkendur ekki á hverju strái og leitað hafi verið liðsstyrks erlendis frá. Það sé dýrt auk þess sem kostnaðarsamt er að taka þátt í þriðju deildinni. Grundfirðingar hafa staðið sig vel í fótboltanum síðustu árin og eftirsjá verður af þeim á Ísalandsmótinu næsta sumar. Meistaraflokkur Grundarfjarðar var endurvakinn fyrir fimm árum og náði liðið að vinna sér sæti í nýju þriðju deildinni árið 2012. Sæti Ungmennafélags Grundarfjarðar í þriðju deild næsta sumar tekur KFS frá Vestmannaeyjum sem varð í þriðja sæti í fjórðu deildinni í haust.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is