Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2014 06:01

Á Vesturlandi eru 134 leiguíbúðir á vegum stærstu sveitarfélaganna

Varasjóður húsnæðismála hjá velferðarráðuneytinu hefur tekið saman fjölda leiguíbúða á vegum 50 stærstu sveitarfélaga landsins. Í árslok 2013 voru leiguíbúðir sveitarfélaga rúmlega 4.900 og hafði fjölgað um 1,2% frá fyrra ári. Um 40 sveitarfélög telja sig búa við skort á leiguíbúðum en sex eru með áform um fjölgun þeirra. Markmið þessarar upplýsingaöflunar er að fylgjast með framvindu og breytingum á stöðu leiguíbúðakerfisins og afla upplýsinga sem nýst geta við stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum. Niðurstöður könnunarinnar sýna meðal annars að vandi sveitarfélaga vegna íbúða sem standa auðar um lengri tíma heyrir sögunni til en áður var þetta töluvert vandamál, einkum á Vestfjörðum. Þá fer rekstrarvandi sveitarfélaga vegna leiguíbúða minnkandi. Árið 2011 glímdi 31 sveitarfélag við rekstrarvanda vegna en hefur fækkað niður í 25 sveitarfélög. Þeim sveitarfélögum sem telja sig búa við skort á leiguhúsnæði hefur fjölgað. Þegar fyrst var spurt um þetta atriði árið 2009 töldu 23 þeirra svo vera en 40 árið 2013. Í sex stærstu sveitarfélögunum á Vesturlandi eru 134 leiguíbúðir á vegum sveitarfélaganna. Á Akranesi eru þær 27, í Borgarbyggð og Snæfellsbæ 32 í hvoru sveitarfélagi, 25 eru í Stykkishólmi, 18 í Grundarfirði en engin í Hvalfjarðarsveit.

 

 

 

Að þessu sinni var spurt í könnun Varasjóðs húsnæðismála hversu margar umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði hefðu borist árið 2013 og einnig hve margir umsækjendur hefðu verið á biðlista þess eftir félagslegu leiguhúsnæði við lok ársins. Fjöldi fólks sem sótt hefur um félagslega leiguíbúð er langmestur í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum. Sama á við fjölda þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegri leiguíbúð. Um 70% umsóknanna eru um leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu og um 80% þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegri leiguíbúð búa á höfuðborgarsvæðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is