Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2014 08:01

Komu upp viðvörunarþríhyrningi á slysstað við Skjaldbreið

Vélsleðamennirnir Róbert Marshall og Ingólfur Eldjárn hafa komið fyrir þriggja metra háum viðvörunarþríhyrningi við gjá suður af Skjaldbreið þar sem hinn fyrrnefndi stórslasaðist síðasta vetur. Á þrífætinum er áletrunin HÆTTA! ásamt GPS hnitum staðarins. Það var myndlistamaðurinn Árni Páll Jóhannsson sem hannaði viðvörunarmerkið sem er með vindhana efst en það er boltað í bergið við gjánna. Tryggingafélögin TM, Sjóvá, VÍS, og Vörður styrktu framtakið, ásamt Landsambandi Vélsleðamanna.

Það var í mars síðastliðnum sem þeir félagar fóru í vélsleðaferð og lá leið þeirra m.a. um fjallið Skjaldbreið. Leiðangurinn fékk snöggan og vondan endi þegar sleði Róberts steyptist ofan í jarðfall mikið við rætur fjallsins. Hlaut hann umtalsverða áverka en slapp þó með ólíkindum vel miðað við aðstæður og hefur að fullu náð fyrri styrk og getu og sestur að nýju á Alþingi. Fljótlega eftir slysið kom upp sú hugmynd í samtölum þeirra ferðafélaga að merkja þyrfti þennan stað öðrum til varnaðar, en þarna var áður viðvörunarmerki sem hafa veðrast burt. Það er von þeirra að þetta megi verða til að gera ferðir þeirra sem ferðast um svæðið öruggari.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is