Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2014 10:53

Glæstur Snæfellssigur eftir framlengingu á Ásvöllum

Snæfellskonur sýndu mikinn karakter í gær þegar þær sigruðu Hauka í framlengdum leik 80:77 þegar liðin mættust í Dominosdeildinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þar með féllu Haukar niður í þriðja sæti deildarinnar en Snæfell og Keflavík eru á toppnum. Keppnin er jöfn og spennandi í deildinni. Þegar átta umferðum er lokið eru Snæfell og Keflavík með 14 stig, Haukar með 12 og Valur með 10. Leikurinn á Ásvöllum var jafn og spennandi allan tímann og örfá stig skildu liðin af ef staðan var ekki jöfn. Snæfell var tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og þremur stigum yfir í hálfleik í stöðunni 41:38. Varnarleikurinn var aðall liðanna í þriðja leikhluta þar sem lítið var skorað, en Haukar heldur sterkari. Fyrir lokafjórðunginn var staðan jöfn 49:49 og ljóst að barist yrði hart allt til loka. Þegar rúm hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Haukar fimm stigum yfir. Hildur Sigurðardóttir lagði þá þrist og í kjölfarið náði Gunnhildur Gunnarsdóttir boltanum af sínum gömlu liðsfélögum í Haukum og jafnaði metin úr tveimur skotum af vítalínunni. Þar með var staðan jöfn 69:69 og komið í framlengingu.

Framlengingin var jöfn og spennandi og réðust úrslitin á lokasekúndum leiksins. Þegar ein og hálf mínúta var eftir af framlengingunni skoraði María Björnsdóttir úr tveimur vítaskotum og kom Snæfelli í 76:78 forystu. Bæði lið áttu færi til að skora í kjölfarið en boltinn vildi ekki niður. Þegar þrjár sekúndur voru eftir voru Haukar í sókn og var brotið á leikmanni þeirra og fengu þær tvö vítaskot. Haukar settu fyrra skotið niður en klikkuðu á því síðara og Snæfell náði frákastinu og í kjölfarið var brotið á Kristen McCarthy. Hún fór á vítalínuna og setti bæði skotin niður og kom Snæfelli í þriggja stiga forystu 77:80 og ein sekúnda eftir. Lele Hardy átti svo síðasta skot kvöldsins sem geigaði og Snæfellskonur fögnuðu innilega frábærum sigri í hörkuspennandi leik.

 

Stigahæstar í liði Snæfells voru þær Kristen McCarthy með 29 stig og 16 fráköst og Hildur Sigurðardóttir skoraði 18 stig og tók 9 fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 10 stig og tók 13 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9, María Björnsdóttir 8 stig og 10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Rebekka Rán Karlsdóttir 2 og Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1 stig og 5 fráköst.

 

Í næstu umferð fá Snæfellskonur KR-inga í heimsókn og fer leikurinn fram í Stykkishólmi næsta miðvikudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is