Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2014 08:01

Bændur í Ytri-Fagradal taka við Kindur.is

Um þessar mundir eru að verða eigendaskipti á léninu kindur.is. Hlédís Sveinsdóttir frá Fossi í Staðarsveit stofnaði lénið haustið 2008 og fyrirtæki um það. Halla Steinólfsdóttir bóndi í Ytri-Fagradal segir að áfram verði byggt á sömu hugmyndafræðinni og Hlédís byggði fyrirtækið á, það er að gefa fólki kost á að verða sauðfjáreigendur. Um er að ræða nokkurs konar vefverslun með kindur og þar getur almenningur keypt sér sína eigin kind og valið á hana nafn. Auk þess fá kaupendur jólakort frá kindinni, geta nýtt af henni ullina gegn aukagjaldi, fá kjötafurðirnar sendar niðursagaðar og innpakkaðar heim að dyrum og aðgang að sveit 5-8 sinnum á ári svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem vilja „minni pakkann” geta valið að fóstra kind í stað þess að eiga hana en fá ekki kjötafurðirnar sendar heim. Halla segir að eftir sé að breyta heimasíðunni til að laga hana að nýju búi, Ytri-Fagradal í stað Foss. Í Ytri-Fagradal er stundaður lífrænn búskapur með vottun frá Túni. Þar eru í vetur um 550 fjár á fóðrum. „Okkur finnst spennandi að taka við þessari góðu hugmynd og að halda áfram að útfæra þessa frábæru hugmyndafræði sem hún byggir á,“ segir Halla í samtali við Skessuhorn.

 

 

Hlédís er ánægð með arftaka Kindar.is. „Halla er fyrirmynd annarra bænda og mikill frumkvöðull. Hún er nú þegar að framleiða spennandi vörur og þróar nýjungar. Má þar nefna lífræna hangikjötið sem pæklað er í hreinum sjósaltspækli. Hún er sauðfjárbóndi af lífi og sál og er tilbúin að brúa bilið á milli framleiðenda og neytenda. Í því felst verkefnið. Mér þykir mjög vænt um að verkefnið lifi áfram og hef fulla trú á því,“ segir Hlédís Sveinsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is