Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2014 01:01

Forn sleggjuskalli vitnar þögull um erfiði fyrri tíma

Þegar Landbúnaðarsafn Íslands var opnað í Halldórsfjósi á Hvanneyri 2. október síðasliðinn komu hjónin Páll Jensson og Ríta Freyja Bach í Grenigerði við Borgarnes færandi hendi. Þau afhentu safninu grip sem við fyrsta augnatillit kann að sýnast hversdagslegur. Hann er það þó alls ekki. Þarna var kominn svokallaður sleggjuskalli sem sjálfsagt hefur verið eigendum sínum verðmætur kostagripur. Sleggjuskallinn er efalítið forn því hann er orðinn mjög hnoðaður eftir að hafa reiddur til höggs óteljandi sinnum á æviskeiði sínu. Hann er þögull vitnisburður um vinnu erfiðsfólks fyrr á tímum í áratugana og jafnvel aldanna rás. Verkfærið er óreglulegt að lögun. Það hefur örugglega ekki verið fjöldaframleitt heldur búið til af járnsmið úr hráefni sem skortur var á fyrr á öldum og því afar dýrmætt. Sleggjuskallinn fannst fyrir hartnær 45 árum síðan og gæti hæglega verið ævaforn.

 

Nánar er sagt frá fundi sleggjuskallans og mögulegri sögu hans í Skessuhorni vikunnar þar sem rætt er við Ritu Freyju Bach sem fann hann í haug fyrir nærri hálfri öld.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is