Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2014 01:58

Grundfirsk hönnun verðlaunuð á Sjávarútvegsráðstefnunni

Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014 hófst í morgun á Grand hóteli í Reykjavík, en henni lýkur á morgun. Tilgangur ráðstefnunnar er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg og að vera vettvangur fyrir samskipti þeirra sem koma að sjávarútvegi hér á landi. Í morgun var tilkynnt að sporðskurðarvél sem Unnsteinn Guðmundsson í Grundarfirði þróaði og kynnti fyrr á þessu ári hefði hlotið fyrstu verðlaun fyrir besta nýsköpun í tækni til fiskvinnslu. Það var fyrirtækið 4fish ehf. sem framleiðir sporðskurðarvélarnar. Slík vél hefur verið til reynslu hjá G.Run í Grundarfirði í ríflega hálft ár og reynst afar vel að sögn Runólfs Guðmundssonar.

 

 

 

Að fenginni góðri reynslu var ákveðið að markaðssetja vélina og fjöldaframleiða. Fiskurinn fer í sporðskurðarvélina áður en hann fer í hausun og flökun. Vélin sker blásporðinn af fiskinum og með því vinnst margt. Meðal annars verður ísetningin inn í hausingarvél og flökunarvél mun betri. Í frétt frá því í haust hér í Skessuhorni um nýju vélina sagði m.a.: „Fiskurinn kemur mun beinni inn í flökunina og því verður flakið hreinna og minna þarf að snyrta. Þar með fer minna í afskurð og minni vinna er við snyrtingu. Þetta þýðir auðvitað að fiskurinn fer í meira mæli í verðmætari pakkningar. Vélin kostar heldur ekkert aukastarf því maðurinn sem er á hausingarvélinni smellir fiskinum í sporðskurðinn áður en lengra er haldið. Flökunargallar heyra nánast sögunni til, gallar í flökun verða minni og bit í hnífum endist lengur. Svo þegar hann kemur úr flökun í roðflettingu gengur hún mun betur fyrir sig vegna þess að flakið er allt hreinna og betra. Þar af leiðandi er minna um galla og meira fer í dýrari pakkningar. Það eru fjölmargir hlutir sem vinnast með sporðslurði. Það koma betri og verðmætari afurðir, það þarf ekki eins mikinn afskurð. Þetta er líka sérstaklega gott fyrir þá sem notast við nýja tækni með vatnsskurðarvélum. Þar eru flökin lesin áður en þau eru skorin en með sporðskurði áður les vatnsskurðarvélin flökin betur.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is