Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2014 09:01

Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði til umfjöllunar í Snorrastofu

Næskomandi þriðjudag, 25. nóvember, mun Magnús Þór Hafsteinsson rithöfundur og  blaðamaður flytja fyrirlestur í fyrirlestraröð Snorrastofu, Fyrirlestrar í héraði. Fjallar hann um skipalestir þær sem sigldu á milli Hvalfjarðar og Norðvestur Rússlands í heimsstyrjöldinni síðari sumarið 1941, þegar Þjóðverjar höfðu gert árás á Rússa. Þessar mannskæðu skipalestir stríðsáranna voru kallaðar Íshafsskipalestirnar og siglingaleið þeirra norður um höf um Ísland var hryllileg í augum allra sem tóku þátt í átökum þar. Aðstaða Bandamanna á Vesturlandi var lykillinn að því að þær væru framkvæmanlegar. Þetta er saga fórna, ótrúlegra hetjudáða og mikilla þjáninga. Þessar siglingar höfðu víðtæk pólitísk og hernaðarleg áhrif þar sem valdamestu menn heimsins beindu sjónum sínum að Vesturlandi og Hvalfirði. Í fyrirlestrinum verður einnig gerð grein fyrir þýðingu og mikilvægi hernámsins á Vesturlandi fyrir stríðsrekstur Bandamanna. Undir honum verður sýnd einstæð og sjaldséð kvikmynd um þessar skipalestir og átökin um þær. Kvöldið hefst að venju kl. 20:30, kaffiveitingar verða í hléi og aðgangur er kr. 500.

 

 

Magnús Þór Hafsteinsson starfar nú um stundir á Skessuhorni og er búsettur á Akranesi.  Árið 2011 sendi hann frá sér bókina Dauðinn í Dumbshafi - Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði og sjóhernaður í Norður-Íshafi 1940-1943. Ári síðar kom svo út sjálfstætt framhald, Návígi á norðurslóðum. Íshafsskipalestirnar og ófriðurinn 1942-1945 og á næstu dögum kemur svo út ný bók eftir Magnús, sem ber heitið Tuddinn frá Skalpaflóa. Saga kafbátskappa í seinni heimsstyrjöldinni. Það er Snorrastofu ánægjuefni að bjóða fram efni, sem svo mjög tengist sögu héraðsins í höndum rithöfundar, sem hér býr.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is