Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2014 09:30

Segir brýnt að hestamenn slíðri sverðin

Í hestamennskunni hefur Lárus Ástmar Hannesson nýkjörinn formaður Landssambands hestamannafélaga ekki farið varhluta af félagsmálastörfum . „Ég hef verið í stjórn hestamannafélagsins Snæfellings og meðal annars formaður í fjögur ár. Nú er ég í varastjórn. Síðan hef ég starfað mikið í Gæðingadómarafélagi Íslands og verið formaður þar. Eins og staðan er nú þá er ég starfandi formaður fræðslunefndar Gæðingadómarafélagsins. Nú þegar ég hef verið kjörinn formaður Landssambands hestamannafélaga mun ég draga mig út úr því.“ Formannsskiptin í LH komu í kjölfar mikilla átaka innan LH meðal annars vegna deilna um staðsetningu landsmóts sumarið 2016. Fyrir lágu ákvarðanir um að halda næsta landsmót 2016 í Skagafirði. Fyrri stjórn sleit þeirri ákvörðun og tók þá stefnu að halda mótið í Kópavogi. Þetta varð mjög umdeilt. Upp úr sauð svo eftir var tekið í október þegar fyrrverandi formaður og gervöll stjórnin gekk frá borði og sagði af sér eftir ásakanir um óheilindi. Þess vegna varð að ganga til stjórnarkjörs á aukalandsþingi og Lárus orðinn formaður. Lárus gengur ekki gruflandi að því að hans bíði miklar áskoranir við að leysa erfiða hnúta. „Ég held að hestamenn átti sig á því að þessar deilur geti ekki annað en farið illa með okkur sem heild ef þær haldi svona áfram,“ segir hann. 

Telur að finna megi lausnir

Aðspurður hvort hann líti svo á að hann hafi verið kjörinn formaður til að gegna hlutverki eins konar sáttasemjara svarar Lárus: „Vonandi gagnast mér að koma frá landssvæði sem hefur ekki sóst eftir því að fá að halda landsmót og þannig að mestu staðið utan við þessar deilur. Við megum ekki eyða of mikilli orku í að karpa um svona hluti. Þetta bitnar svo á öllu öðru félagsstarfi. Fólk missir fókusinn á það. Ég hef verið að skoða þessi mál mjög vel síðan ég var kjörinn formaður. Þau munu leysast ef menn hefja sig upp úr þessum förum sem þeir eru í sem eru að hugsa fyrst og fremst um sín svæði. Menn þurfa að vera reiðubúnir að hliðra til og breyta með hagsmuni allrar greinarinnar sem heildar að leiðarljósi. Ef við náum þessu þá held ég að það verði ekkert mjög flókið að leysa úr þessu.“

 

Lárus bendir á að þegar liggi fyrir ákveðin atriði sem vinna megi út frá. „Landsþingssamþykkt er fyrir því að fara aftur í viðræður við félagið Gullhyl sem sér um mótshald á Vindheimamelum í Skagafirði. Jafnframt á að efna til ráðstefnu um landsmótin sem er önnur umræða aðskilin frá hinu,“ segir hann.

 

Ítarlega er rætt við Lárus Ástmar formanna LH í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is