Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2014 01:59

Snæfellingar lágu í Ljónagryfjunni í Njarðvík

Snæfellingar urðu að sætta sig við 15 stiga tap þegar þeir sóttu Njarðvíkinga heim í Ljónagryfjuna í gær í 7. umferð Dominosdeildarinnar. Lokatölur urðu 98:83. Leikurinn var mjög sveiflukenndur. Snæfell byrjaði mun betur og var með tíu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 26:16. Heimamenn voru mun betri í öðrum leikhluta og náðu auk þess að jafna leikinn fjögurra stiga forskoti sem þeir höfðu í hálfleiknum, 49:45. Snemma í seinni hálfleiknum fengu tveir af atkvæðamestu mönnum Snæfells, Sigurður Þorvaldsson og Austin Bracey, sína þriðju villu og var það síst til að bæta stöðu Snæfells. Njarðvíkingar voru áfram í stuði og unnu þriðja leikhlutann 28:14 þannig að staða þeirra var orðin vænleg fyrir lokafjórðunginn og raunar útlit fyrir að þeir væru búnir að landa sigrinum. Snæfellingar virtust þó ekki af baki dottnir því þeir komu vel til baka í síðasta leikhlutanum. Reyndar full seint því þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum náðu þeir ótrúlegum leikkafla og tókst að minnka muninn niður í sex stig þegar þrjár mínútur voru eftir. Þá voru þeir óheppnir gagnvart dómgæslunni þegar Sigurður Þorvaldsson fékk tæknivíti, fyrir mótmæli að fá ekki dæmt þegar að því er virtist var brotið á honum í þriggja stiga skoti. Eftir þetta virtist sem allt væri búið af tanknum hjá gestunum og Njarðvíkingar innbyrtu öruggan sigur.

 

 

Hjá Snæfelli var Christopher Woods með 21 stig og 9 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson líka með 21 stig og 8 fráköst, Austin Magnus Bracey 16 stig, Sveinn Arnar Davíðsson 10, Stefán Karel Torfason 10 stig og 10 fráköst og Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5 stig. Hjá Njarðvík: var Dustin Salisbery atkvæðamestur með 24 stig.

 

Við tapið féll Snæfell í 7.-8. sæti deildarinnar með Þór í Þorlákshöfn sem fær Skallagrím í heimsókn í kvöld. Í 8. umferðinni fær Snæfell ÍR í heimsókn og fer leikurinn fram í Hólminum nk. fimmtudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is