Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2014 08:01

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar tekin til fyrri umræðu

Bæði minnihluti og meirihluti bæjarstjórnar lögðu fram bókanir þegar fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir næsta ár var tekin til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn fimmtudag. Geirlaug Jóhannsdóttir og Magnús Smári Snorrason fulltrúar Samfylkingar gagnrýndu fjármálastjórn sveitarfélagsins og vísuðu ábyrgð á meirihlutann á síðasta kjörtímabili, samstarfsflokkana Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna. Þeir hafi lokað augum og eyrum fyrir þeirri staðreynd allt til loka kjörtímabils að fjárhagur sveitarfélagsins stæði ekki traustum fótum. Þau Geirlaug og Magnús Smári benda í bókun sinni á að fjárhagsáætlun geri ráð fyrir 230 milljóna króna taprekstri Borgarbyggðar á næsta ári, til viðbótar hallarekstri undanfarinna tveggja ára, 42 milljónir árið 2013 og útkomuspá fyrir 2014 gerir ráð fyrir 19 milljóna króna taprekstri. Þetta leiði til þess að sveitarfélaginu sé skylt að skila rekstrinum á næsta ári með 60 milljóna króna rekstrarafgangi vegna lagaskyldu um rekstrarjöfnuð á hverju þriggja ára tímabili. „Verkefnið sem við blasir er því að sveitarstjórn þurfi á næstu fjórum vikum að breyta þeim 230 miljóna króna halla sem hér er lagður fyrir fundinn í 60 milljóna króna hagnað. Það er 290 milljóna viðsnúningur,“ segja þau Geirlaug og Magnús Smári meðal annars í bókun sinni.

 

 

Fulltrúar meirihlutans svöruðu með bókun þar sem segir að meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í sveitarstjórn Borgarbyggðar leggi áherslu á að þrátt fyrir tímabundna rekstrarerfiðleika sé bjart framundan. „Það er okkar metnaður að stefna að því af öllum mætti að styrkja fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Við höfum þegar hafið vinnu við að undirbúa aðgerðaáætlun þar sem áhersla verður á að leita leiða til að hagræða í rekstri án þess að það komi niður á grunnþjónustu við íbúa. Við leggjum áherslu á að styrkja lausafjárstöðu og til framtíðar að greiða niður skuldir. Þannig er sveitarfélagið betur í stakk búið til að þjónusta íbúa sína og leggja grunn að vexti samfélagsins á metnaðarfullan hátt. Þessi vinna hefur verið kynnt og farið fram í samráði við alla í sveitarstjórn,“ sögðu meirihlutafulltrúarnir í bókun sinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is