Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2014 12:14

Skallagrímsmenn töpuðu í baráttuleik í Þorlákshöfn

Leikmenn Skallagríms sýndu mikla baráttu þegar þeir mættu Þór í Þorlákshöfn í Dominosdeildinni í körfubolta sl. föstudagskvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og sveiflum í seinni hluta leiksins. Lokatölur urðu 100:90 fyrir Þór. Heimamenn í Þór byrjuðu betur og voru komnir með 12 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, þegar staðan var 33:21. Þórsarar héldu í hofinu í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 54:41. Fátt virtist benda til að Skallagrímsmenn myndu komast inn í leikinn á upphafsmínútum þriðja leikhluta. Þórsarar héldu áfram að bæta við stigum og voru komnir 18 stigum yfir 65:47 eftir fjögurra mínútna leik. Góður varnarleikur Borgnesinga á næstu mínútum hélt þó Þórsurum í skefjum. Á sama fóru stigin að safnast og var munurinn kominn niður í ellefu stig 70:59 þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þórsarar juku forskotið þá aftur og leiddu með fimmtán stigum fyrir lokaleikhlutann 78:63. Skallagrímsmenn byrjuðu síðan lokafjórðunginn af krafti og með Sigtrygg Arnar og Tracy í broddi fylkingar tókst þeim að minnka muninn í þrjú stig, 80:77. Allt ætlaði að um koll að keyra Skallagrímsmegin í stúkunni á þessum tímapunkti. Svipaður munu hélst næstu mínúturnar en svo kom slæmur kafli hjá Skallagrímsmönnum á stuttum tíma sem leiddi til þess að Þórsarar komust í 90:81. Þrátt fyrir að Skallagrímsmenn reyndu að skipuleggja sinn leik tókst þeim ekki að laga stöðuna og leiknum lauk með tíu stiga sigri Þórs.

 

 

Skallagrímsmenn léku enn án Páls Axels Vilbergssonar og Egils Egilssonar. Tracy Smith var atkvæðamestur með 34 stig og 13 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson kom næstur með 25 stig, þá Daði Berg Grétarsson 10, Einar Ólafsson 9, Atli Aðalsteinsson 5, Davíð Ásgeirsson 4 og Kristófer Gíslason 3.

 

Næsti leikur Skallagríms í Dominosdeildinni verður heima í Fjósi í Borgarnesi gegn toppliði deildarinnar, Íslandsmeisturum KR. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 27. nóvember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is