Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2014 10:22

Ólíklegt að nýir fjarnámsnemendur komist að hjá FSN

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir niðurskurði til framhaldsskóla á landinu. Niðurskurðurinn er skýrður á grunni þess að ekki verði greitt rekstrarframlag vegna nemenda sem eru 25 ára og eldri og hið sama verði gert vegna hluta þeirra nemenda sem stunda dreif- og fjarnám. Að sögn Jóns Eggerts Bragasonar, skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga, þýðir þetta það að fjárveitingar til skólans 2015 muni lækka um 2,5% verði frumvarpið að lögum. „Á sama tíma verða launahækkanir, sem vega þungt í rekstri skólans. Þetta hlýtur að þýða að það þarf að draga saman í starfsemi skólans,“ segir Jón Eggert í samtali við Skessuhorn. Jón Eggert segir að samkvæmt reglugerð um innritun, sem enn er í fullu gildi, hafi allir þeir nemendur sem nú eru skráðir í skólann forgang inn í skólann vorið 2015. Næsti forgangshópur lýtur að þeim sem útskrifast úr 10. bekk. „Þessir hópar fylla skólann árið 2015. Það er því ólíklegt að nýir nemendur í fjarnámi eða dreifnámi komist inn í FSN almanaksárið 2015.“

Ógn við fagmennsku skólans

Ef fjárlagafrumvarpið verður að lögum mun greiðsla til FSN pr. nemanda hækka. Á móti kemur að nemenda ígildum fækkar og þarf skólinn því færri nemendur en áður til að halda fjárveitingu. „Árið 2014 þurfti 185 nemendaígildi til að halda fjárveitingu og þar af leiðandi sóttum við eftir því að fá nemendur í skólann. Á næsta ári þarf ekki nema 151 nemendaígildi, þar með hef ég engan hvata til að framleiða fleiri einingar umfram það.“ Jón Eggert segir breytingarnar geta verið jákvæðar í sjálfu sér, það sé þá hægt að veita þeim sem eru við skólann betri þjónustu og að þetta geti verið jákvætt upp á hópastærðir. Þessar breytingar hafi þó neikvæðar hliðar líka. „Eftir því sem skólinn er minni, þeim mun erfiðara gengur að manna þær stöður sem eru við skólann. Það er staðreynd að það er erfiðara að fá menntaða kennara til að taka að sér hlutastörf úti á landi, það er nánast útilokað. Þannig þrengist hópurinn og því má segja að þetta sé hrein og klár ógn við fagmennsku skólans. Ekki bara við FSN heldur aðra litla skóla á landsbyggðinni líka,“ segir Jón Eggert alvarlegur í bragði. Hann bætir því við að á næsta ári muni hann því vera með færri kennarastöður við skólann en áður. „Það er töluverður niðurskurður fólginn í því að fá lækkun á milli ára, vísitöluhækkun og launahækkanir inn á sama tíma. Við þurfum að skera niður um tvær stöður,“ segir Jón Eggert Bragason skólameistari FSN.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is