Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2014 06:01

Rausnarleg framlög til söfnunar Hollvinasamtaka HVE

Líkt og kunnugt er var tölvusneiðmyndatæki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Á Akranesi tekið úr notkun fyrr í haust, eftir að hafa verið úrskurðað ónothæft. Tækið var hluti af mikilvægasta búnaði stofnunarinnar en vel á annað þúsund rannsóknir hafa verið gerðar á þessu ári í tækinu. Hollvinasamtök HVE hafa að undanförnu beitt sér fyrir söfnun til kaupa á nýju tæki. Eftir fund með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra sem samþykkti bón hollvinasamtakanna um framlag til söfnunar varð ljóst að Hollvinasamtökin gætu pantað nýtt sneiðmyndatæki í samráði við HVE en vantaði þó herslumuninn. Undanfarið hafa borist rausnarleg framlög til söfnunarinnar úr ýmsum áttum. Í síðustu viku barst hollvinasamtökunum höfðingleg gjöf frá eldri borgara sem býr á dvalarheimili í héraðinu, en hann færði samtökunum tvær milljónir króna. Fram kom að hann væri ánægður með þá þjónustu sem hann hefur fengið hjá HVE og þá sérstaklega á myndgreiningardeildinni. Voru þessum heiðursmanni færðar þakkir fyrir framlagið og þann stórhug sem hann sýndi málefninu með þessari rausnarlegu gjöf. Þá voru síðastliðið föstudagskvöld haldnir stórtónleikar í Bíóhöllinni á Akranesi, til stuðnings samtakanna. Í upphafi tónleikanna færði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tvær milljónir króna til söfnunarinnar fyrir hönd verkalýðsfélagsins.

Farin að sjá fyrir endann á fjármögnuninni

Að sögn Steinunnar Sigurðardóttur, formanns hollvinasamtakanna, eru samtökin á lokasprettinum að ljúka fjármögnun tækisins mikilvæga, sem kostar um 40 milljónir króna. „Við sendum nýverið 200 bréf til félagsmanna og það hefur skilað okkur um tveimur milljónum. Þrenn félagasamtök hafa nú látið mig vita um að þau ætli að gefa til söfnunarinnar og síðar í vikunni kemur í ljós hver upphæðin verður. En við erum farin að sjá fyrir endann á þessari fjármögnun. Staðan núna er sú að við erum að fara í verðkönnun sem tekur 15 daga. Von mín er sú að hægt verði að panta tækið fyrir jól,“ segir Steinunn. Hún segist vonast til að það hafi safnast um hálf milljón á tónleikunum í Bíóhöllinni um liðna helgi, þar sem hljómsveitin Todmobile spilaði fyrir nánast fullu húsi. „Andinn á tónleikunum var mjög skemmtilegur. Þetta voru þrusu tónleikar,“ sagði Steinunn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is