Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2014 11:01

Hefur alltaf verið heilluð af listum

„Ég hef alltaf verið heilluð af listum. Ekki vegna þess að ég hafi unnið nein afrek á listasviðinu, heldur frekar hvað er að baki listaverka og listasögunni. Ég vissi ekki að þetta nám væri til hér á landi en svo fór ég að fletta bæklingi um háskólanám og sá þá að listfræðinám var í boði við Háskóla Íslands og þegar ég hafði kynnt mér það, sá ég að þetta nám var alveg sniðið fyrir mig. Það hefur líka komið í ljós og ég er mjög ánægð í þessu námi. Ég er núna á þriðja ári, lýk náminu í vor, skila BA ritgerð um jólin og á síðan eftir eina önn í náminu. Listfræðingar velta fyrir sér teoríunni í kringum listina, af hverju eitthvað er fallegt, hvernig við greinum málverk, hvers vegna eitthvað hreyfir við okkur, hvað er list, hvernig þróast listin og hvernig samfélagið tekur við henni. Þetta er oft svolítið heimspekimiðað og svo förum við auðvitað í gegnum listasöguna því maður þarf að hafa grunninn til að byggja á. Fólk er oft að segja við mig: „Við hvað ætlarðu svo að vinna og hvar ætlarðu að fá vinnu eftir þetta nám?“ Ég hef hins vegar lagt áherslu á að læra eitthvað skemmtilegt og get ekki hugsað mér ömurlegra hlutskipti en að mæta með hangandi haus í vinnuna á hverjum degi.“ Þetta segir Inga Björk Bjarnadóttir, tuttugu og eins árs Borgnesingur, sem hefur að auki numið fjölmiðlafræði með listfræðinni.

Kláraði stúdentsnámið á þremur árum

 

Inga Björk hefur verið bundin við hjólastól frá fjögurra ára aldri enda segist hún ekki þekkja annað og að það hafi ekki truflað sig á nokkurn hátt. „Á öðru aldursári greindist ég með vöðvarýrnunarsjúkdóm, sem á upptök sín í mænunni og kallast SMA. Mátturinn minnkar hægt og bítandi á hverju ári en ég hef bara alltaf haldið mínu striki.“ Inga Björk lauk stúdentsprófi á þremur árum frá Menntaskóla Borgarfjarðar og hélt eftir það rakleitt í Háskóla Íslands. „Námið í MB er byggt upp til að ljúka því á þremur vetrum en þeir sem vilja fara hægar yfir og ljúka því á fjórum árum, geta það eftir sem áður. Námið gekk vel og ég var líka mjög virk í félagsstarfinu.“ Inga Björ segist taka 120 einingar í listfræðináminu og síðan 60 einingar í fjölmiðlafræði, sem aukafag. Hún segist snemma hafa fengið áhuga á fjölmiðlum. „Já, ég hef alltaf haft áhuga á fjölmiðlum og í MB sat ég í ritstjórn skólablaðsins Eglu. Ég fékk svo sumarvinnu hjá fréttastofu RÚV fyrir tveimur árum með aðsetur í Borgarnesi og það kveikti áhuga minn enn frekar að kynnast starfi fréttamanna og taka þátt í að skrifa innlendar fréttir fyrir útvarp og vef, sérstaklega af Vesturlandi. Ég var við störf ásamt Gísla Einarssyni í stúdíói RÚV í Borgarnesi og fór auk þess í smá tíma til Reykjavíkur og fór inn á vaktirnar hjá fréttastofunni í Efstaleitinu.“

 

Nánar er rætt við Ingu Björk í aðventublaði Skessuhorns, sem kom út í dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is