Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2014 01:01

Fótboltinn opnaði dyrnar fyrir nám erlendis

Andri Geir Alexandersson, 24 ára námsmaður frá Akranesi, er nú að ljúka námi í George Washington University í Washington DC í Bandaríkjunum. Þangað fór Andri til að stunda nám í alþjóðaviðskiptum og fjármálum haustið 2012 en hann hefur einnig verið lykilleikmaður í fótboltaliði skólans.  Andri býr nú í Washington ásamt Svövu Mjöll Viðarsdóttur, eiginkonu sinni, og segir hann að fótboltinn hafi í raun opnað fyrir þann möguleika að fara til náms í útlöndum. „Eftir að ég kláraði framhaldsskóla blundaði einhver ævintýraþrá í mér og ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt. Ég komst að því að ég gæti sótt um styrk til náms í gegnum fótbolta en ég var þá að spila með ÍA. Það var auðvitað frábært að geta nýtt sér slíkt tækifæri. Ég sendi því tölvupósta til aðila ytra og loks myndbönd af mér að spila fótbolta og fékk fljótlega inngöngu í skóla. Fyrsta veturinn minn í Bandaríkjunum var ég í Miami. Þar gekk mér mjög vel og var boðið að ganga í George Washington University næsta skólaár. Mér leist strax mjög vel á það tilboð enda skólinn góður og er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið slíkt tækifæri,“ segir Andri og bætir við að hann hefði sennilega aldrei lagt í þetta nám án þess að hafa fengið styrk til þess. „Þessir styrkir skipta öllu enda er námið mjög dýrt. Í Miami var árið að kosta um þrjár milljónir króna og í Washington helmingi meira. Ég hefði því aldrei getað farið í þetta nám án fótboltastyrksins sem borgar skólagjöldin, allar tryggingar og bækur.“

 

Aðventublað Skessuhorns kom út í dag. Meðal efnis í blaðinu er fjöldi viðtala við ungt og athafnasamt fólk í leik og starfi. Í blaðinu er meðal annars rætt betur við Andra Geir Alexandersson háskólanema og knattspyrnumann í Bandaríkjunum.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is