Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2014 02:00

Byrjaði ung í blaðamennsku

Grundfirðingurinn Áslaug Karen Jóhannsdóttir hefur vakið athygli fyrir störf sín á DV. Hún steig fyrstu skrefin í blaðamennskunni á Skessuhorni, en lærði fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Nýverið lauk hún námi í alþjóðasamskiptum, þar sem hún skrifaði um jafnréttismál.

„Ég er fædd og uppalin í Grundarfirði og fór í framhaldsskóla þar. Ég var í fyrsta árganginum og var reyndar fyrsti nemandinn sem hóf nám og útskrifaðist úr skólanum, þar sem ég tók hann á þremur árum. Það var fínt að vera í skólanum, en okkur leið reyndar eins og tilraunadýrum þar sem skólinn var ekki einu sinni fullbyggður. Það skiptir máli að hafa framhaldsnám í heimabyggð, þó ég hafi reyndar ekki ætlað mér í skólann. Ég var náttúrulega bara unglingur og gat ekki beðið eftir því að lifa lífinu og fara suður, ætlaði í MR eða eitthvað. Mamma og pabbi tóku það hins vegar ekki í mál og lofuðu að gefa mér fartölvu ef ég yrði áfram heima. Ég samþykkti það og þau keyptu mig því fyrir fartölvu.“

 

Leiðin lá í fjölmiðlana og fyrst á Skessuhorn

 

Að stúdentsnámi loknu lá leiðin norður á Akureyri í fjölmiðlafræði. Áslaug segist tæplega vita hvernig það kom til. Á þeim tíma hafi hún ekki verið tilbúin til að flytja suður til Reykjavíkur og hafi litist best á fjölmiðlafræðina af því sem var í boði fyrir norðan. Hún er ánægð með námið, þar fékk hún bæði færi á að fræðilegum umræðum um eðli fjölmiðla og hlutverk, sem og að skrifa fréttir fyrir vefinn, blöð og sjónvarp. Nýútskrifuð fékk hún símtal frá leiðbeinanda sínum, Birgi Guðmundssyni, sem spurði hvort Magnús Magnússon ritstjóri Skessuhorns, mætti fá númerið hennar. Hann væri að leita að blaðamanni og Birgir hefði mælt með Áslaugu.

 

Nánar er rætt við Áslaugu um störf blaðamannsins, námið og fleira, í aðventublaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is