Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2014 03:00

Tískuáhuginn fylgir nafninu

Hrefna Daníelsdóttir er ung kona frá Akranesi sem hefur mikinn áhuga á tísku og hönnun. Hrefna rekur bloggsíðu tengda áhugamálum sínum, sem notið hefur mikilla vinsælda. Á síðunni birtir Hrefna ýmsar myndir úr daglegu lífi, af hlutum og fatnaði sem hana dreymir um og af sjálfri sér í „dressi dagsins“ þar sem hún útlistar hvaðan hver flík er. Hrefna býr með eiginmanni sínum Páli Gísla Jónssyni, smiði, leikmanni og markmannsþjálfara hjá ÍA, og þremur dætrum þeirra í fallegri íbúð á Akranesi. Skessuhorn kíkti í heimsókn til Hrefnu og fékk að forvitnast meira um bloggið, fataáhugann, heimilið og sitthvað fleira.

 

 

Blandar saman gömlu og nýju

 

Hrefna hefur alla tíð haft mikinn áhuga á fötum, tísku og hönnun. „Ég fékk þetta líklega með nafninu. Amma mín og alnafna var svona líka,“ segir hún og brosir. Hrefna hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í fatavali og það kom fyrir á yngri árum að vinkonunum þótti hún frekar hallærisleg en hún lét það ekki á sig fá. Hún býr til sinn eigin fatastíl og blandar mikið saman gömlu og nýju. „Ég versla rosalega mikið í Búkollu hér á Akranesi og reyni að komast þangað í hverri viku. Ég panta mjög mikið af vefversluninni Asos.com og versla svolítið í Vila, Spúútnik og Zöru og kíki auðvitað reglulega í búðirnar á Skaganum. En ég vil samt síður hitta fólk sem er í alveg eins fötum og ég og nýti mér því mikið nytjamarkaði,“ útskýrir hún. Hrefna kíkir einnig reglulega í Kolaportið og á nytjamarkað á Selfossi. „Hann er falinn fjársjóður,“ segir hún. „Og ef það er kílóamarkaður í Spúútnik, þá er ég mætt. Svo fæ ég líka að gramsa aðeins í skápum hjá elsku mömmu, frænkum og ömmum,“ bætir hún við.

 

Ítarlegt viðtal við Hrefnu Daníelsdóttur má lesa í aðventublaði Skessuhorns, þar sem hún fjallar meðal annars um tískuáhugann, bloggið og heimilið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is