Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2014 04:36

Ung stúlka á Akranesi stendur sig vel í stærðfræði

Anna Chukwunonso Eze er sextán ára stúlka á Akranesi. Hún er fædd og uppalin á Skaganum og er nú á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Anna stundaði nám við Grundaskóla áður og fékk fjölda viðurkenninga fyrir góðan árangur í náminu þegar hún útskrifaðist þaðan síðastliðið vor. Í októbermánuði tók hún þátt í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema í fyrsta sinn. Sú keppni er haldin árlega fyrir nemendur um allt land af Íslenska stærðfræðafélaginu og Félagi raungreinakennara. Keppnin er tískipt, neðra stigið er fyrir nemendur sem eru á fyrsta og öðru ári og efra stigið er fyrir þá sem lokið hafa tveimur námsárum. Anna varð ein af efstu 20 nemendunum á neðra stigi keppninnar, en þar tóku 165 nemendur þátt. 20 efstu á báðum stigum er svo boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem fram fer í mars á næsta ári og er þeim sem lenda í efstu sætum þar boðið að taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Anna tekur þátt í stærðfræðikeppni en hún sigraði í sínum árgangi í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi fyrir tveimur árum og varð í öðru sæti í fyrra.

 

 

Er allt eða ekkert manneskja

 

Anna hefur alltaf haft gaman af því að læra og þá sérstaklega stærðfræðina. „Ég skil stærðfræði og þess vegna finnst mér hún skemmtilegust. En þegar efnafræðin er að ganga upp, þá er hún skemmtileg líka. Ég er á náttúrufræðibraut enda hef ég mestan áhuga á vísindagreinum. Það mætti segja að ég sé stærðfræðinördið,“ segir Anna. 

 

Nánar er spjallað við Önnu í Aðventublaði Skessuhorns sem kom út í dag.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is