Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2014 01:38

Eldvarnaátak og opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar

Mikið stendur til í dag hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar sem fagnar um þessar mundir 80 ára afmæli. Í morgun var mikill fjöldi barna samankominn í bækistöðvum slökkviliðsins en þar fór fram eldvarnafræðsla fyrir nemendur 3. bekkjar grunnskóla á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Eftir hádegið býður síðan slökkviliðið almenningi í opið hús og á sýningu. Það var gert í tilefni eldvarnaátaksins 2014 og 80 ára afmælis slökkviliðsins. Gestum gafst kostur á að skoða slökkvistöðina og búnað slökkviliðsins.

Einu sinni á ári hafa slökkviliðsmenn farið í grunnskóla á starfssvæðinu á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit til að veita átta ára börnum fræðslu um eldvarnir. Í þetta skiptið var nemendum allra skólanna stefnt í bækistöðvar slökkviliðsins þar sem þeir fengu fræðslu um hvernig þau eiga að bera sig að ef eldur brýst út á heimili þeirra eða í skólanum. Eftir að hafa hlýtt á fræðsluna og fengið Svala og kleinu fengu krakkarnir síðan að prófa búnað slökkviliðsins svo sem þann sem notaður er við að sprauta vatninu og froðunni. Hefur það án efa verið hápunktur dagsins hjá þeim.

 

 

 

Börnin höfðu margs að spyrja í fræðslunni en fyrir svörum voru Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri, Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness sem klæddist slökkviliðsbúningi í tilefni dagsins. Í bland við spurningar sögðu krakkarnir frá ýmsu sem þeir hafa upplifað svo sem þegar kviknaði í grillinu, þegar kviknaði í pizzuofnum og fleiru. Í Eldvarnaátakinu fræða slökkviliðsmenn um allt land nemendur í 3. bekk grunnskólanna um eldvarnir heimilisins. Börnin fá öll að gjöf handbók og getraun til að fást við. Að þessu sinni afhenta slökkviliðsmenn börnunum einnig fræðsluefni um varnir gegn vatnstjóni en gríðarlegt eignatjón, rask og jafnvel heilsutjón verður af völdum vatnsleka á heimilum ár hvert.

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur staðið fyrir Eldvarnaátakinu samfleytt í rösklega tvo áratugi og frætt um eitt hundrað þúsund börn um eldvarnir. Þau elstu eru nú um þrítugt. Nýleg könnun Capacent Gallup sýnir að yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda telur Eldvarnaátakið mikilvægt. Þá sýnir könnunin jafnframt að slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn njóta trausts meðal almennings langt umfram helstu stofnanir samfélagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is