Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2014 12:00

Tók sig upp með sex manna fjölskyldu og stundar háskólanám ásamt mömmu sinni

Væntalega er það talsvert átak að taka sig upp með sex manna fjölskyldu, yfirgefa jörð og bústofn, flytja landshorna á milli og hefja háskólanám. Þetta gerði Ólöf María Brynjarsdóttir 34 ára. Hún bjó með kindur og ungnaut á Ferjubakka í Borgarfirði ásamt manni sínum Sveini Þórólfssyni húsasmið og fjórum börnum á aldrinum fjögurra til fjórtán ára. Það sem meira er; móðir hennar, Birna Konráðsdóttir á Borgum, fór einnig norður og er með dóttur sinni í Háskólanum á Akureyri þar sem þær mæðgur stunda nám sem kallast nútímafræði.

 

Nútími í löngu samhengi

 

„Þetta er einstaklega skemmtilegt nám og nafnið á því kallar fram margar spurningar frá fólki. Nútíminn spannar nokkuð langt tímabil hjá okkur því við miðum við að upphaf hans hafi verið með frönsku byltingunni árið 1792. Þá var iðnbyltingin að hefjast og borgarsamfélagið að festast í sessi. Þetta nútímaskipulag sem við þekkjum var að hefja innreið sína. Við tökum á þessu öllu í mjög víðum skilningi,“ segir Ólöf María þegar hún er spurð um námið. 

 

Rætt er við Ólöfu Maríu um námið, flutningana og sitthvað fleira í Aðventublaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is