Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2014 10:00

Vann á afskekktu bóndabýli í Suður-Ameríku

Marta Magnúsdóttir er 21 árs Grundfirðingur, sem stundar nú nám í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands og tekur viðskiptafræði með sem aukafag. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði fyrir jólin 2012 eftir þriggja og hálfs árs nám. Haustið eftir hélt hún til Ekvador í ævintýraleit og fór að vinna þar á vegum AUS – alþjóðlegra ungmennaskipta. Síðan fór hún á smá flakk um Suður-Ameríku áður en hún kom heim í vor. Eftir sumarvinnu á veitingastað í Grundarfirði er hún svo sest á skólabekk í Háskóla Íslands. Uppeldis- og menntunarfræðina nemur hún í húsi fyrrum Kennaraháskóla Íslands í Hlíðunum en viðskiptafræðin er hins vegar kennd í húsakynnum Háskóla Íslands á Melunum.

Marta er yngst fjögurra systra. Dóttir hjónanna Sigríðar Finsen og Magnúsar Soffaníassonar í Grundarfirði. Marta segist búa núna á æskuslóðum mömmu sinnar í Reykjavík meðan á námstímanum stendur. „Ég er í næsta húsi við móðurömmu mína vestur í bæ. Þar bý ég í íbúð með þremur skiptinemum frá Austurríki, Wales og Þýskalandi. Þetta er fjölþjóðlegt umhverfi og skemmtilegt, mér leiðist það ekki,“ segir hún, en sambýlingar Mörtu eru allir í háskólanámi hér.

 

Í Skessuhorni vikunnar má lesa viðtal við Mörtu þar sem hún lýsir bústörfum og ferðalagi í Suður - Ameríku og fjallar meðal annars um ungt fólk á Snæfellsnesi og skátastarfið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is