Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2014 04:01

Sveitastrákur sem lærði að lesa í Hrútaskránni

Miklar breytingar hafa orðið á búsetu hér á landi síðustu áratugina og verða það vafalaust áfram. Hvernig þróunin verður spyrja margir. Halda sveitirnar velli eða munum við aðeins sjá hluta landsins í byggð? Sem betur er ennþá í landinu dágóður hópur ungs fólks sem vill búa í sveit og stunda búskap. Eyjólfur Ingvi Bjarnason frá Ásgarði í Hvammssveit í Dölum er einn þeirra. Hann er vel menntaður á sviði búvísinda og hefur síðustu árin starfað sem ráðunautur í sauðfjárrækt. Eyjólfur segist hvergi kunna betur við sig en í sveitinni, sjái sig ekki í framtíðinni í ys og þys þéttbýlisins enda líði honum vel á leið úr Mosfellsbænum með borgina í baksýnisspeglinum. „Ég er samt á báðum áttum á hvaða leið við erum með landbúnaðinn og í raun byggðastefnuna í landinu. Í öðru orðinu er hvatt til framleiðsluaukningar en í hinu skert framlög til menntastofnana sem veita þekkingu til bænda og þeirra sem vinna í stoðkerfi landbúnaðarins. Það er alls staðar niðurskurður, ekki síst í þjónustuþáttum á landsbyggðinni, sem veikir byggðirnar. Af þessum sökum er fólk án efa gagnrýnna á það hvar það á að velja sér búsetu. Ég er þeirrar skoðunar að ráðamenn þjóðarinnar verði að fara að ræða það í hreinskilni og marka stefnu um hvort þeir vilji að allt landið sé í byggð eða ekki. Þegar eru nokkrar sveitir komnar í eyði og það stefnir í að þeim fjölgi. Það er takmarkað hvað bú geta stækkað mikið. Það er svo margt sem fylgir í leiðinni, færri íbúar þýðir skert og minni þjónusta. Í samfélögum á landsbyggðinni skiptir hver hlekkur máli. Við mótun landbúnaðar- og byggðastefnu má ekki láta hugtök eins og hámarkshagnað vera einu stærðina sem horft er á,“ segir Eyjólfur Ingvi.

  

Eyjólfur segist frá barnæsku hafa haft mikinn áhuga fyrir búskap. „Ég segi stundum í gamni að ég hafi byrjað á því að lesa í Hrútaskránni þegar ég lærði að lesa. Það er svo skemmtilegt með það að ég hef haft þann starfa seinni árin að semja texta og prófarkalesa skrána og var einmitt að því síðustu dagana. Það er mjög skemmtilegt verk.“

 

Spjallað er við Eyjólf Ingva Bjarnason ráðunaut og búvísindamann frá Ásgarði í Dölum í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is