Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2014 03:30

Ung hjón á Akranesi vinna bæði hjá Neyðarlínunni

Neyðarlínan í Reykjavík, 112, er ekki stór vinnustaður. Þar eru átján sem sinna vöktum fyrir utan nokkra sem sinna tæknimálum og skrifstofustörfum. Það er svolítið sérstakt að meðal þeirra sem sinna vöktum eru ung hjón á Akranesi. Þetta eru þau Guðjón Hólm Gunnarsson og Hjördís Garðarsdóttir. Vaktirnar eru langar, 12 tímar, og síðan tekur það upp undir klukkutíma að fara á milli Akraness og Reykjavíkur hvora leið. Þeir eru ekki nema fjórir dagarnir sem þau eru bæði heima núna í nóvember en verða eitthvað fleiri í desember. Þau eru með þrjú börn á heimilinu og það fjórða er á leiðinni. Guðjón og Hjördís segja að það væri ekki möguleiki fyrir þau að stunda þessa vinnu nema eiga góða að sem gæta barnanna þegar þau eru bæði á vöktum.

 

Kynntust í vinnunni

 

Hjördís er Skagamanneskja en Guðjón Hólm úr Reykjavík. Guðjón var búinn að starfa hjá Öryggismiðstöðinni í nokkur ár þegar hann réðst til starfa hjá Neyðarlínunni í apríl 2006. Hjördís byrjaði þar í október 2007. „Við byrjuðum svo saman í janúar 2008. Hjördís bjó í smátíma hjá mér í Reykjavík en svo ákváðum við að kaupa hús á Akranesi og búa þar. Við keyptum 27. nóvember og fluttum inn 3. desember. Þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir Guðjón. 

 

Nánar er rætt við hjónin um starfið og það sem því fylgir í Aðventublaði Skessuhorns, sem kom út í gær. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is