Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2014 03:00

Ætlar þvert yfir hnöttinn til að rannsaka kóralrif

Í Stykkishólmi undirbýr nú ungur maður af kappi að leggja af stað út í hinn stóra heim. Í apríl ætlar hann að ferðast þvert niður hnöttinn alla leið til Seychelles-eyja undan suðausturströnd Afríku. Þar hyggst hann starfa sem sjálfboðaliði í vistfræðirannsóknum á kóralrifjum. Aron Alexander Þorvarðarson lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í vor. Hann hefur mikinn áhuga á raungreinum og veltir því fyrir sér hvort hann eigi að hefja háskólanám í líffræði eða jarðfræði. Önnur fög gætu einnig komið til greina.

 

 

Tók stúdentinn á þremur árum

 

Aron ákvað að taka sér eitt ár í frí frá námi í vetur. Það er skiljanlegt. „Ég tók stúdentsnámið á náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði á þremur árum,“ segir hann. Blaðamaður hváir við. Þetta er alla jafnan fjögurra ára nám. Var þetta ekki erfitt? „Það var svo sem allt í lagi. Reyndar dálítið mikil vinna og tók á, ekki síst í kringum prófin. En mér gekk frekar vel. Ég fékk meðal annars viðurkenningu fyrir góðan árangur í dönsku sem ég er mjög sáttur við,“ segir Aron.

Hann situr ekki aðgerðalaus. Nú í vetur hefur hann kosið að vinna á meðan hann undirbýr næstu skref í framtíð sinni.  „Ég var nú að hætta að vinna á veitingastaðnum Plássinu hér í Stykkishólmi. Hef starfað þar í um hálft ár eftir að ég kláraði stúdentsprófið í vor. Núna er ég að fara að vinna í samvinnuverkefni Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi við að flokka dýr úr sýnum af botni Kolgrafafjarðar. Það eru rannsóknir vegna síldardauðans sem varð þar. Ég verð þar fram að jólum og líklega eitthvað áfram á nýju ári.“

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt nánar við Aron Alexander um ferðina sem er framundan, framtíðina og fleira.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is