Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2014 05:00

Segir erfitt að velja sér lið

Um tíðina hefur margt framúrskarandi íþróttafólk alist upp á Akranesi, ekki síst í knattspyrnu og sundi. Þrátt fyrir að Skagakonum hafi ekki gengið vel í keppninni í efstu deild í fótboltanum síðasta sumar var efnilegasta knattspyrnukonan valin úr þeirra röðum þegar sumarið var gert upp. Það er hin bráðefnilega Guðrún Karítas Sigurðardóttir sem í nokkurn tíma hefur verið undir smásjánni hjá stærri liðunum í kvennafótboltanum. Ekki hefur það minnkað að félög hafi sett sig í samband við hana eftir að hún var valin efnilegasti leikmaður Pepsídeildarinnar í haust. „Ég hef ákveðið að spila í Pepsídeildinni á næsta ári og eru nokkur félög inni í myndinni. Ég hef farið á æfingar hjá þeim að undanförnu en ekki tekið ákvörðun ennþá. Ég átti ekki von á því að þetta yrði svona erfitt að velja en það eru bara svo mörg flott lið. Það verður erfitt að fara frá mínu uppeldisfélagi ÍA. Sérstaklega að fara frá stelpunum í Skagaliðinu sem eru allar frábærar. Ég á eftir að sakna þeirra mikið og félagsskaparins. Ég tel mig hins vegar þurfa að taka stærra skref til að bæta mig. Ég mun keyra á milli til að byrja með þar sem ég er að klára framhaldsnám á Akranesi. Svo sé ég til hvað ég geri eftir það,“ segir Guðrún Karítas.

 

Nánar er rætt við fótboltakonuna efnilegu í Aðventublaði Skessuhorns, sem kom út í gær. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is