Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2014 10:00

Verður skipstjóri og háskólamenntaður sjávarútvegsfræðingur

Magnús Darri Sigurðsson frá Hellissandi er í hópi ungra Snæfellinga sem eru að afla sér skipstjórnarréttinda. Hann ætlar að verða þriðji ættliður skipstjóra í beinan karllegg. Undanfarin ár hefur hann sótt sér úrvals menntun innan sjávarútvegs. Þegar upp verður staðið mun hann bæði státa af skipstjóraréttindum og titlinum sjávarútvegsfræðingur með prófgráðu frá Háskólanum á Akureyri. Þá ætlar hann að setjast að heima á Hellissandi og byrja að sækja sjóinn af meira kappi en nokkru sinni fyrr. Ekki þar fyrir að hafið sé honum framandi vinnustaður. Hann hefur verið viðloðandi sjósókn allt sitt líf.

 

Hélt norður til náms

 

Við hittum Magnús Darra í húsakynnum gamla Stýrimannaskólans í Reykjavík sem nú heyrir undir Tækniskólann. Þar leggur hann nú stund á skipstjórnarnám. „Undanfarin ár hef ég stundað nám í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og er í raun á síðasta árinu þar. Á bara eftir að gera lokaritgerðina. Sjávarútvegsfræðin er mjög skemmtilegt nám. Reyndar var ég búinn að vera við nám á Akureyri í nokkur ár því ég tók menntaskólann þar líka. Fór norður eftir grunnskólann 16 ára gamall, kaus miklu frekar að fara þangað en í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Ég bjó bara á heimavist á Akureyri veturna þegar ég var þar í menntaskóla. Mig langaði einfaldlega að prófa eitthvað nýtt, breyta um umhverfi og að búa á heimavist. Ég kom svo bara heim í fríum. Þetta var mjög fínt. Svo þegar ég var búinn með menntaskólann fór ég beint í sjávarútvegsfræðina.“

 

Fyrr í vikunni kom Aðventublað Skessuhorns út. Meðal efnis í blaðinu er fjöldi viðtala við ungt og athafnasamt fólk í leik og starfi. Ítarlegt viðtal við Magnús Darra má finna í blaðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is