Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2014 12:00

Systur á Akranesi eru verðandi vélvirkjar

Systurnar Kolbrún Ósk Kolbeinsdóttir og Ásgerður Ásgrímsdóttir leggja báðar stund á vélvirkjanám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Tvö ár eru á milli systranna, Kolbrún er 19 ára og Ásgerður 17 ára en þær stefna báðar á að útskrifast vorið 2017 sem vélvirkjar með stúdentspróf. 

„Ég var á almennri braut fyrst en var óákveðin hvað ég vildi gera. Ég vissi ekkert hvað mig langaði að læra og fékk hálfgerðan námsleiða. Sumarið 2013 fór ég að vinna í álverinu og þá kviknaði áhuginn á þessu. Þegar ég vann í kringum vélarnar ákvað ég að prófa þetta því mér fannst þetta áhugavert,“ útskýrir Kolbrún, sem vinnur í skautsmiðjunni hjá Norðuráli á sumrin og með skólanum. Hún er einnig með vinnuvélaréttindi og eitt af áhugamálum hennar er bifhjólið sem hún keypti sér nýlega.

„Þetta byrjaði eiginlega þannig að við vorum inni í herbergi að tala saman og ég kom með þessa hugmynd, að það væri sniðugt ef við færum saman í þetta nám,“ segir yngri systirin Ásgerður. „Ég ætla að verða bóndi. Ég hef vitað það síðan ég var lítil stelpa. Ég hef verið í sveit síðustu þrjú sumur fyrir norðan í Eyjafirði og hef alltaf elskað að vera í sveitinni hjá ömmu og afa í Skagafirði. Það kemur sér vel að vera búin að læra þetta,“ útskýrir Ásgerður sem stefnir á að fara í búfræðinám á Hvanneyri eftir að vélvirkja- og stúdentsprófinu lýkur.

 

Í Skessuhorni vikunnar má lesa viðtal við ungu systurnar, þar sem forvitnast er um valið á náminu, hvernig það gengur fyrir sig og hvað þær systur stefna á í framtíðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is