25. nóvember. 2014 02:49
Kennsla hófst í morgun í tónlistarskólum landsins eftir að samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og sveitarfélaganna skrifuðu undir kjarasamning á sjötta tímanum í morgun. Samningafundur hafði þá staðið með litlum hléum frá hádeginu í gær. Þar með var verkfalli kennara sem staðið hafði í fimm vikur aflýst. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar um innihald samningsins, annað en hann sé skref í átt að jöfnum kjörum tónlistarkennara og annarra kennara í landinu, sem og að samið sé til skamms tíma og því ekki langt í næstu samningalotu.