Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2014 02:30

Listfengar húsfreyjur og barnalán í Hálsasveit

Í Hálsasveit í Borgarfirði búa tvær ungar konur. Kristrún Snorradóttir frá Augastöðum en búsett á Laxeyri og Josefina Morell frá Giljum eru miklar vinkonur og eiga margt sameiginlegt. Í kringum þær er mikið líf og fjör. Stöðugur erill. Lítil börn og allt sem þeim fylgir í heimilisstörfum og uppeldi, listsköpun, hrossin og önnur dýr, ferðamenn – og svo auðvitað karlarnir þeirra. Ekki má gleyma þeim. Allt þetta eiga þær sameiginlegt. 

Við setjumst niður í eldhúsinu heima hjá Kristrúnu Snorradóttur og manni hennar Erni Eyfjörð Arnarsyni. Þau búa í húsi við hliðina á laxeldisstöðinni að Laxeyri í Hálsasveit. Framhjá rennur Hvítáin fram til ósa sinna í Borgarfirði. Húsið iðar af fimm ungum börnum á aldrinum þriggja mánaða til sjö ára. Tvö þau yngstu, óskírður sonur Josefinu og Jóhanna Mattý dóttir Kristrúnar fæddust nú í sumar. Þau eru hjá okkur í eldhúsinu á meðan hin sitja inni í stofu og horfa á Glanna glæp fremja nýjustu afglöp sín í sjónvarpinu.

Við tölum aðeins um þetta barnalán á meðan Josefina og Kristrún sinna þeim tveimur yngstu eftir að við erum nýkomin inn. „Það er fullt af litlum börnum hér á svæðinu núna.“ Þær líta spyrjandi hvor á aðra. „Hvað eru þau mörg? Eru þau ekki níu talsins?“ spyr Kristrún og lítur á Josefinu.

„Það byrjaði í febrúar og er búið núna í bili allavega,“ svarar Josefina og á þar við fjölgunarhrinu smábarna sem reið yfir sveitina fyrr á þessu ári.

Lesa má ítarlegt viðtal við vinkonurnar Kristrúnu og Josefinu í Skessuhorni vikunnar. Þar ræða þær meðal annars um um barnalánið, lífið í sveitinni og listsköpun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is