Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2014 03:00

Finnst yndislegt að vera aftur komin heim

Eftir fjögurra ára fjarveru frá Stykkishólmi við nám í Reykjavík er Gunnhildur Gunnarsdóttir komin heim í Stykkishólm og tekin til við að leika körfubolta þar að nýju með Snæfelli. Gunnhildur er 24 ára, dóttir Gunnars Svanlaugssonar skólastjóra Grunnskólans í  Stykkishólmi og Láru Guðmundsdóttur íþróttakennara og nuddara. Hún er þriðja í röðinni í hópi fjögurra barna þeirra hjóna. Í Hólminum býr hún nú með unnusta sínum Óskari Hjartarsyni sem er frá Helgafelli í Helgafellssveit.

Gunnhildur segist ekki hafa verið meira en níu ára gömul þegar hún fór að æfa körfubolta. „Ég spilaði svo upp alla yngri flokkana með Snæfelli og var svo í fyrsta meistaraflokksliðinu sem tók þátt í fyrstu deild. Við vorum ungar og óreyndar í deild með þeim fullorðnu og þetta var erfitt. Samt unnum við okkur þó strax upp í úrvalsdeild og þar hefur Snæfell verið síðan.“ Árið 2010 fór hún til Reykjavíkur í nám.  

Þegar það spurðist út í körfuboltaheiminum hafði þjálfari Hauka samband við hana og eftir viðræður við Haukafólk skrifaði Gunnhildur undir tveggja ára samning við Hauka. „Mér leið mjög vel í Haukum og þegar tveggja ára samningstíminn var liðinn skrifaði ég aftur undir tveggja ára saming þannig að þetta urðu alls fjögur ár sem ég spilaði með Haukunum.“ Gunnhildur hefur enn ekki náð því að verða Íslandsmeistari þrátt fyrir að hafa spilað með tveimur af sterkustu liðum efstu deildar síðustu árin. „Nei, stelpurnar í Snæfelli náðu Íslandsmeistaratitlinum meðan ég lék með Haukum en ég varð hins vegar bikarmeistari með Haukum eftir harða baráttu við Snæfell.“ 

 

Rætt er nánar við körfuboltakonuna Gunnhildi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is