Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2014 03:00

Opnaði hárgreiðslustofu í Snæfellsbæ

Snemma í nóvembermánuði opnaði Lovísa Hrund Stefánsdóttir hárstofuna Pastel í Ólafsvík. Lovísa Hrund er ung og efnileg, aðeins 26 ára gömul og alin upp á Raufarhöfn, en hefur búið undanfarin ár í Reykjavík. Hún segir að hugmyndin um að opna hárgreiðslustofu í Ólafsvík hafi komið frekar fljótt upp og hjólin hafa snúist hratt síðan. „Þetta átti sér nú ekki langan aðdraganda. Orra langaði vestur og við ákváðum að slá til og fórum við þá að skoða möguleikana,“ segir Lovísa Hrund í samtali við Skessuhorn. Orri Freyr Magnússon er sambýlismaður hennar en hann er fæddur og uppalinn í Ólafsvík. Að sögn Lovísu eru tvær aðrar hárgreiðslustofur á Snæfellsnesinu. „Það er ein í Grundarfirði og önnur á Hellissandi, en mér skilst þó að þörf hafi verið á þessu.“

 Lovísa lauk námi í hárgreiðslu árið 2008 og starfaði í geiranum í þrjú ár. Þá langaði hana til að mennta sig frekar og í framhaldi af því lauk hún félagsliðanámi. „Ég ætlaði að halda áfram og fara í þroskaþjálfann en það má alveg bíða,“ segir hún.  

 

Nánar er rætt við Lovísu í Skessuhorni vikunnar. 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is