Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2014 11:01

Verkefnaskil og vinnusemi gilda

Meðal bráðefnilegs ungs fólks í Dalabyggð er Alexandra Rut Jónsdóttir á Skerðingsstöðum í Hvammssveit. Alexandra Rut er nemandi á þriðja vetri á félagsfræðibraut í Menntaskóla Borgarfjarðar og mun væntanlega brautskrást frá skólanum með stúdentspróf næsta vor. Þegar blaðamaður Skessuhorns leit inn í Menntaskóla Borgarfjarðar á dögunum var Alexandra einn nemenda skólans sem var að kíkja í tölvuna og trúlega að undirbúa sig fyrir næstu kennslustund. „Þegar þessi skóli var stofnaður var ég strax ákveðin í að fara hingað frekar en á Akranes eða eitthvað annað. Mér leist líka mjög vel á að þetta er próflaus skóli og þriggja vetra skóli, sem þýðir hraðara nám fyrir háskólanám,“ segir Alexandra Rut. Þegar blaðamaður spyr hvort með þessu próflausa fyrirkomulagi sé ekki hætta á að nemendur viti ekki alveg hvar þeir standa þegar þeir koma í aðra skóla, segir Alexandra. „Nei það held ég ekki. Við fáum vörður á fimm vikna fresti frá kennurum og það er mjög gott að fá það mat á því hvernig við stöndum. Svo fáum við líka kaflapróf í einstökum fögum. Annars eru það verkefnaskil og vinnusemi í tímum sem gilda hjá okkur.“

Keyrir á milli í sveitina

 

Alexandra Rut heldur ekki til í Borgarnesi þegar hún er í skólanum heldur hjá afa og ömmu sinni, bændum á Stóra-Kálfalæk á Mýrum. „Það eru náttúrlega algjör forréttindi að fá að vera hjá þeim. Mér finnst þægilegra og betra að vera í sveitinni þó mér standi til boða að vera á heimavist í Borgarnesi. Þetta er svona 20-30 mínútna akstur á milli,“ segir Alexandra.  

 

Í Aðventublaði Skessuhorns er rætt við margt bráðefnilegt ungt fólk á Vesturlandi. Alexandra Rut er ein þeirra og viðtalið í heild sinni má lesa í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is