Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2014 10:00

Segir unglinga í dag æðislega og kynslóðirnar fara batnandi

Í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit hefur átt sér stað spjaldtölvuvæðing síðustu misserin. Skólastjórnendur hafa takið þann kostinn að vinna með þróuninni og nýta iPad sem kennslutæki og verkfæri í verkefnavinnu. Verkefnisstjóri tækniþróunar og náttúrfræðikennari við skólann er ungur Akurnesingur; Hjálmur Dór Hjálmsson. Hann á ekki mörg ár að baki við kennslu, en í Stokkhólmi í Svíþjóð þar sem hann kenndi í einn vetur áður en hann byrjaði í Heiðarskóla, kenndi hann einmitt við skóla sem var að spjaldtölvuvæðast. „Þetta er framtíðin og það er um að gera að krakkarnir læri að nota tæknina sem verkfæri í náminu og líti frekar á hana þannig en sem leikfang. Þannig komum við líka frekar í veg fyrir ofnotkun á tækinu og óæskilega hluti eins og netfíkn. Það er mitt starf sem verkefnisstjóra að móta stefnu og þróa leiðir í að nýta þessa tækni,“ segir Hjálmur Dór. Aðspurður segist hann kunna mjög vel við sig í Heiðarskóla en þangað kom hann til starfa fyrir rúmu ári „Ég kann æðislega vel við mig hérna, þetta er frábær skóli. Mjög gott samstarfsfólk og hérna í sveitinni þekkjast allir. Þetta er persónulegt og náið samfélag sem mér þykir mikill kostur.“

 

 

Þegar blaðamaður Skessuhorns fór í heimsókn í Heiðarskóla í síðustu viku og spjallaði við Hjálm Dór kom í ljós að hann hefur ekki farið ótroðnar slóðir í lífinu.  Viðtalið við Hjálm Dór má lesa í heild sinni í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is