Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2014 12:00

Myndlistarkona úr Staðarsveitinni

„Ég stefni aðallega að því að skapa svona almennt. Það er svo margt sem mig langar til að gera,“ segir Kristjana Elísabet Sigurðardótir og hlær við. „Mig langar bæði til að vinna í myndlist en líka sem sjálfstætt starfandi teiknari. Ég stefni að áframhaldandi námi eftir þetta, annað hvort erlendis eða í Listaháskólanum.“ Nú í haust hóf hún tveggja ára nám í teikningu við Myndlistarskólann í Reykjavík. Kristjana á ekki langt að sækja áhugann fyrir myndlist og hvötina til að skapa. Alla sína tíð hefur hún hrærst innan um listafólk, lengst af við rætur Snæfellsjökuls.

 

 

 

Ólst upp á Bjarnarfossi

 

Foreldrar Kristjönu eru hjónin Sigurður Vigfússon og Sigríður Gísladóttir. Þau eru búsett á Bjarnarfossi í Staðarsveit þar sem hæglega má segja að sé eitt af fegurri bæjarstæðum Íslands. Staðurinn stendur undir hlíðinni fyrir ofan Búðir og blasir við neðan frá þjóðveginum. Hár og fallegur foss steypist fram af þverhníptri fjallsbrúninni og skapar töfrandi umgjörð í stórfenglegu landslagi. Þarna ólst Kristjana upp frá fæðingu. Sigríður móðir hennar er myndlistarkona, var bæjarlistamaður Snæfellbæjar 2011 og rekur meðal annars Krambúðina ásamt vinkonu sinni í litlu rauðu húsi á Búðum. Kristjana segir nánar frá bakgrunni sínum, listinni og náminu í Aðventublaði Skessuhorns, sem kom út í vikunni.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is