Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2014 12:10

Gamall draumur Sigrúnar að rætast í Norrköping

Ein öflugasta körfuboltakona landsins mörg síðustu árin hefur verið Sigrún Sjöfn Ámundadóttir úr Borgarnesi. Sigrún spilar í vetur með Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Í spjalli við Skessuhorn sagði Sigrún Sjöfn að liðinu hefði gengið ágætlega í vetur, en það er sem stendur um miðja deild. „Við vitum samt að við getum gert betur. Allir leikir sem við eigum eftir fyrir jól geta farið á hvorn veginn sem er og stefnan er tekin á að vinna þá alla til að koma okkur í betri stöðu fyrir seinni part tímabilsins,“ segir Sigrún Sjöfn.

 

Körfubolti og hestamennska

 

Sigrún segir að snemma hafi hún fengið áhuga fyrir körfubolta. „Já, það er körfuboltinn og hestamennskan sem ég hef alltaf haft mestan áhuga fyrir. Ég æfði nánast allar íþróttir sem í boði voru í Borgarnesi. Auk körfuboltans; fótbolta, badminton og sund, ásamt píanónámi og hestamennsku. Það var oft erfitt að púsla þessu öllu saman með náminu en samt sem áður lét ég þetta ganga upp. Minn uppháhaldstími var eftir skóla þegar ég gat komist í íþróttahúsið eða hesthúsið og stundað mínar íþróttir,“ segir Sigrún Sjöfn. „Ég byrjaði að æfa körfubolta með Skallagrími í kringum tólf ára aldurinn og var heima í Borgarnesi þangað til ég fluttist til Reykjavíkur 16 ára gömul og byrjaði í framhaldsskóla. Þá fór ég að æfa með Haukum og komst í U-18 ára landslið Íslands. Um leið byrjaði ég að banka á dyrnar hjá A-liðinu. Síðan spilaði ég með KR og seinna Hamri í Hveragerði. Þaðan lá leiðin út til Frakklands í eitt ár haustið 2010 og þegar ég kom heim að nýju kláraði ég námið í kennslufræðum. Ég spilaði svo aftur með KR í þrjú ár áður en ég fór í haust í atvinnumennsku til Svíþjóðar.“ 

 

Fyrr í vikunni kom Aðventublað Skessuhorns út. Í því má finna fjölda viðtala við ungt og athafnasamt fólk í leik og starfi. Ein af þeim er Sigrún Sjöfn. Viðtalið í heild sinni má lesa í Skessuhorni vikunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is