Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2014 09:05

Flugmenn þurfa að hafa taugarnar í lagi

Skagamaðurinn Róbert Ketilsson tók nýlega við starfi sem flugkennari hjá flugfélaginu Geirfugli. Þar kennir hann áhugasömum að fljúga flugvélum og taka sín fyrstu skref í flugnámi. Ekki er ýkja langt síðan Róbert var sjálfur í nemendasætinu, en þessi 25 ára flugmaður fékk flugdelluna snemma á lífsleiðinni og segir það hafa kostað sitt að láta flugdrauminn rætast. „Ég hef alltaf haft áhuga á flugvélum. Pabbi minn er flugvirki og þegar ég var lítill þá fór ég stundum með honum í vinnunna og var alltaf jafn heillaður af flugvélunum. Það má því segja að pabbi eigi heiðurinn af því að smita mig af þessari flugbakteríu. Það var svo árið 2008 sem ég ákvað að skella mér í prufutíma og fljúga flugvél í fyrsta skipti. Síðan þá hef ég ekki getað hætt. Þetta er bara það allra skemmtilegasta sem ég geri og ég vissi strax að þetta væri það sem ég vildi gera í lífinu,“ segir Róbert.

Námið stutt en krefjandi

 

Síðan að fyrsta prufutímanum lauk árið 2008 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Róbert kláraði einkaflugmanninn áður en hann hélt til Bandaríkjanna þar sem hann tók hluta af atvinnuflugnáminu. „Ég byrjaði 2009 í einkaflugmanninum og kláraði hann ári síðar. Ég fór svo til Flórída og var þar í heilt ár og kláraði bóklega hluta atvinnuflugsins. Þetta var mjög góð reynsla og það var gaman að fljúga í góða veðrinu í Flórída. Ég tel einnig að það hafi verið gott að komast burt frá allri truflun heima í smá tíma og einbeita mér algjörlega að náminu. Námið er nefnilega fremur stutt en það er mjög krefjandi og erfitt. Ég var að eyða á milli átta til tíu tíma á hverjum degi í að læra. Það eina sem ég leyfði mér var að fara í ræktina og fá smá útrás,“ segir Róbert og bendir á að námið sé mjög fjölbreytt þar sem flugmenn þurfa að kunna margt annað en bara að geta stýrt vélunum.  

 

Viðtalið við flugkennarann unga má lesa í heild sinni í Aðventublaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is