Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2014 10:00

Neyddist til að leggja körfuboltaskóna á hilluna

Meðal betri körfuboltamanna á Vesturlandi síðustu áratugina er án efa Borgnesingurinn Hafþór Ingi Gunnarsson. Auk þess að eiga góð tímabil með sínu uppeldisfélagi Skallagrími í efstu deild í körfuboltanum lék Hafþór einnig í nokkur tímabil með Snæfelli í Stykkishólmi. Hafþór var einmitt á þriðja vetri á samfelldu tímabili með Snæfelli í fyrravetur þegar hann þurfti að leggja skóna á hilluna. Þrálát meiðsli voru búin að hrjá þennan snarpa og skemmtilega leikstjórnanandi í nokkur ár allt frá því hann sleit krossbönd haustið 2007. Fyrir Vesturlandsslag Skallagríms og Snæfells í Borgarnesi fyrir skömmu var Hafþóri veitt viðurkenning fyrir gott starf í þágu körfuboltans í landinu af Rúnar Gíslasyni stjórnarmanni í Körfuboltasambandi Íslands. Auk þess að spila körfubolta hefur Hafþór Ingi lagt mikið af mörkum í þjálfun yngri flokki bæði í Borgarnesi og í Stykkishólmi. „Þetta var mjög skemmtilega gert og ég met það mikils að hafa fengið þessa viðurkenningu,“ sagði Hafþór Ingi þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann í spjalli í Geirabakaríi í Borgarnesi á dögunum.

 

 

 

Vildi frekar hætta í keppni en verða eins og farlama gamalmenni

 

Hafþór sagði að það hafi verið þrælfúlt að þurfa að leggja skóna á hilluna, enda það skemmtilegasta sem hægt er að hugsa sér að spila körfubolta. „Þetta fór versnandi eftir tímabilið með Snæfelli 2012-2013. Það var hundleiðinlegt að þurfa stöðugt að biðja um nudd, hitakrem eða kælikrem og vera eins og aumingi. Mér leið ekkert orðið vel inni á vellinum. Læknarnir sögðu að það væri ekkert hægt að gera fyrir mig og ég sá að það var þýðingarlaust að halda þessu áfram. Það væri betra fyrir mig að hætta en verða eins og farlama gamalmenni. Ég hef nú svo skemmtilegt göngulag að ég vildi frekar halda því,“ segir Hafþór Ingi og hlær. Spurður um hvort hann geti þó ekki stundað einhverjar íþróttir segist hann ennþá aðeins vera að spila körfubolta. Skreppi upp á Varmaland og spili þar með vinum og kunningjum.

 

 

Í Skessuhorni vikunnar er nánar rætt við Hafþór Inga, þar sem hann segir frá reynslunni úr íþróttunum og hvað hann hyggst gera í framtíðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is