Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2014 09:00

Ákvað með dags fyrirvara að fara í inntökuviðtal fyrir læknanám

Mestallt þetta ár hefur ungur læknir frá Akranesi, Bergþóra Þorgeirsdóttir, starfað á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þar sem hún ætlar að starfa fram á næsta sumar. Meðfram læknisstarfinu á sjúkrahúsinu bregður hún sér upp í sjúkraflugvélar að sinna þeim sjúklingum sem á því þurfa að halda. Bergþóra er fædd á sjúkrahúsinu á Akranesi 6. nóvember 1987 og er því nýorðin 27 ára. Hún er dóttir Þorgeirs Jósefssonar sem starfar hjá Skaganum hf og Guðbjargar Þórisdóttur leikskólakennara á Akraseli á Akranesi. „Ég er einnig ótrúlega heppin að eiga yndislega fósturmóður, Pálínu Ásgeirsdóttur og þrjú frábær systkini, Jósef Halldór, Þóru Björk og Svönu.“ Bergþóra flutti mjög ung með móður sinni í Garðabæ og bjó þar þangað til þær fluttum aftur á Skagann árið 2003. Sambýlismaður Bergþóru er Arnar Hákonarson úr Grafarvoginum í Reykjavík en hann útskrifaðist úr læknisfræði frá háskólanum í Debrecen í Ungverjalandi í sumar og vinnur líka á sjúkrahúsinu á Akureyri.

 

Kynntist vel sjúkrahúsi í æsku

 

Snemma á ævinni kynntist Bergþóra sjúkrahúsi. „Ég átti heima á Vífilsstöðum til tíu ára aldurs þar sem ég var annað hvort að klifra í trjám eða væflast um Vífilsstaðaspítala að benda fólki á áhættur reykinga, var sem sagt óþolandi barn. Ég held að ég hafi vanist sjúkrahúsum ágætlega þarna og vissi frekar snemma að mig langaði að eiga hlustunarpípu og reyna að lækna fólk. Annars ætlaði ég að verða fræg leikkona í Hollywood. Það verður kannski seinna. Annars skiptust áhugamálin eftir stöðum. Ég var yfirleitt á sumrin á Akranesi og hafði þá mikinn áhuga á fótbolta og æfði stíft, líklega af því að allir hinir voru svo áhugasamir. Svo hætti það þegar ég fór í bæinn á veturna en þá var ég í ballett.“

 

Ítarlegt viðtal við lækninn unga má lesa í Skessuhorni vikunnar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is