Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2014 10:01

Eins og að koma inn í annan heim

Norður - Kórea hefur lengi verið eitt einangraðasta ríki veraldar og þangað fara aðeins örfáir ferðamenn á hverju ári, eða um 1500 samtals frá gjörvallri heimsbyggðinni. Mikil dulúð ríkir því yfir hvað gerist innan landamæra kommúnistaríkisins en þar segja stjórnvöld að ríki mikil velsæld. Mikið er fjallað um athæfi norður - kóreskra stjórnvalda í fréttum og eru það oft á tíðum ansi skrautlegt. Minna er hins vegar vitað um hið daglega líf í alþýðulýðveldinu. Vífill Atlason frá Akranesi er í hópi þeirra örfáu sem ferðast hafa til Norður - Kóreu en hann heimsótti landið fyrir skemmstu. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Vífli eftir að hann kom heim og fékk að heyra ferðasöguna.

 

Blaðamenn ekki velkomnir sem ferðamenn

 

Vífill býr ásamt kærustu sinni Vilborgu Sólrúnu á Akranesi og vinnur í álveri Norðuráls á Grundartanga. Hann segist lengi hafa haft áhuga á Norður - Kóreu og ákvað því fyrr á árinu að láta drauminn rætast og heimsækja landið umdeilda. „Mig langaði bara að fara, það var engin sérstök ástæða önnur en áhugi minn fyrir landinu. Ég byrjaði á að afla mér upplýsinga á Internetinu um hvernig hægt væri að komast inn í landið. Ég komst að því að best væri að hafa samband við litla kínverska ferðaskrifstofu sem sér um ferðir til Norður - Kóreu. Eftir að ég náði sambandi við þá í Kína skipulögðu þeir svo ferð fyrir mig. Nokkur skilyrði eru sett fyrir því að komast inn í landið. Til dæmis eru blaðamenn ekki velkomnir sem ferðamenn í Norður - Kóreu. Mér var einnig ráðlagt að ljúga ekki að þeim um hver ég væri þar sem þeir eru víst duglegir við að kanna slíkt og ef slíkt kemst upp geta menn verið í vanda. Það var þó ekkert vandamál fyrir mig og eftir nokkra tölvupósta var ég kominn með dagskrá og gat pantað flug út,” segir Vífill en ferðalagið var langt enda Norður - Kórea hinum megin á hnettinum. „Ég flaug fyrst til Svíþjóðar og þaðan til Peking og eyddi einni nótt á sitthvorum staðnum. Frá Peking flaug ég svo til Pyongyang höfðuborgar Norður - Kóreu. Ferðin tók því næstum þrjá daga,“ segir Vífill. Hann lenti í Pyongyang 27. ágúst. Dvaldi svo í Norður - Kóreu í tíu daga og kom aftur heim til Íslands 11. september. „Ég var einn á ferð sem er óvanalegt þar sem yfirleitt fara hópar í svona ferðir. Á meðan ég dvaldi í landinu fylgdu mér tveir leiðsögumenn og ég hafði minn eigin bílstjóra. Fyrstu dagana fylgdu þeir mér hvert fótmál en þegar leið á ferðina var ég búinn að vinna mér inn traust þeirra og gat meira skoðað mig um einn míns liðs. Ég ferðast um allt landið að norðausturhluta þess undanskildu og sá margt bæði skrýtið og áhugavert.”

 

Ferðasögu Vífils má lesa í heild sinni í Aðventublaði Skessuhorns. Þar lýsir hann upplifun sinni af landinu ítarlega í áhugaverðu og ítarlegu viðtali.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is