19. janúar. 2005 09:34
3. tölublað Skessuhorns kemur út í kvöld. Meðal efnis er viðtal við ungan kúabónda sem ákveðið hefur í ljósi hás verðs á mjólkurkvóta að selja kvóta sinn og hætta búskap. Biskup Íslands staðfestir í samtali við blaðið að áfram verði kirkjur að Hvammi og Stafholti þó svo stefnt verði að byggingu nýrrar kirkju á Bifröst. Þá er sagt frá nýjum vegarkafla á hringvegi eitt í Stafholtstungum, töfum á framkvæmdum við Hvítanesreit á Akranesi og fyrsta ramm-íslenska bjórnum sem rætur sínar á að rekja í Borgarfjörð. Missið ekki af þessu og mörgu öðru í blaði vikunnar.